Ferð í fyrramálið
Sælir félagar, þar sem spjallið er í einhverju lamasessi þá býð ég ykkur hér velkomna í ferð í fyrramálið. Sama lag verður haft á þessari ferð og könnunarleiðangrinum fyrir 2 vikum,

farið verður frá select við vesturlandsveg rétt eftir kl 10, mæting er kl 10:00 og leiðin farin að þjónustumiðstöð við Þingvelli, þaðan strauað upp kaldadal og áð og spáð á leiðinni,

komist allir heilir og haldnir að Jaka verður jökullinn mögulega mátaður(langjökull) ef aðstæður leyfa, og ef greinilegar slóðir eru upp jökulinn þar sem engin "örugg" trökk ef svo má kalla hafa verið gefin út þennan veturinn, enda lítill snjór kominn á jökulinn sjálfan.

verið í bandi við mig Sævar s. 8458799 til miðnættis í kvöld og frá kl 7.45 í fyrramálið ef þið viljið koma með í ferðina. Lágmarkskröfur eru að bílstjóri sé sjálfbjarga kunni að setja í lágadrifið og lokurnar á og prinsipp við úrhleypingar.

Við getum tamið ökumanninn á leiðinni en ekki bílinn. Þeir sem hafi VHF skuli brúka stöðina með sér!


Sævar on Friday 19 November 2010 - 18:16:02 | Read/Post Comment: 15
Comments

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design