Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Hásingaskipti, gormavæðing ofl. << Previous thread | Next thread >>
Go to page  1 2 [3]
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
björn ingi
Sun May 30 2010, 10:50a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sælir verið þið allir hér á sukka.is. Ég er bara svona að láta vita af því að ég er í fullu fjöri og Súkka við það að rúlla út úr felustað sínum.
Já þó merkilegt sé þá er Súkka gamla að verða rólfær og mun líta dagsins ljós nú alveg næstu daga. Það sem þarf að gera til að hægt sé að prufukeyra er að breyta afturdrifskaftinu.
Maður auðvitað ekki alveg búinn en hún er að verða keyrslu fær og það eru nú nokkur tíðindi. Það er að vísu eftir að breyta öllum drullusokkum, stigbrettum, vantar dempara að aftan (ef þið eigið eða vitið um góða tvívirka dempara þá endilga látið mig vita) eftir að klára bremsur, þarf að stækka höfuðdælu ofl.
Nú svo er eftir að mála kvikindið og svo og svo .............. er maður nokkurtíma búinn með þetta dót
Hér eru svo nokrar myndir teknar í gær, afskið myndgæðin en þetta er tekið á símamyndavél.


Back to top
jeepson
Sun May 30 2010, 02:53p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta er alt að koma hjá þér. Flott að sjá trukkinn svona breyðann. En á að hafa sama lit á honum eða breyta? Hann er nú flottur svona svartur.
Back to top
Sævar
Sun May 30 2010, 03:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er glæsilegt svo ekki sé meira sagt. Fer honum mjög vel að vera svona breiður og mig hlakkar til að heyra hvort þetta muni ekki mikið upp á þægindi fjöðrunarinnar í akstri. Sem ég geri ráð fyrir að þessi breyting geri.
Back to top
björn ingi
Sun May 30 2010, 03:21p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Auðvitað verður Súkka áfram svört og með hvítum sukka.is límmiðum, hvað annað.
Back to top
Valdi 27
Sun May 30 2010, 05:18p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Glæsilegt framtak. En hvað egir þú, vantar þér stærri höfuðdælu? Ef þú hefur áhuga að þá á ég höfuðdælu úr Hilux árg 92 minnir mig.
Back to top
jeepson
Sun May 30 2010, 07:38p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
björn ingi wrote ...

Auðvitað verður Súkka áfram svört og með hvítum sukka.is límmiðum, hvað annað.


En ekki hvað
Back to top
björn ingi
Sun May 30 2010, 07:59p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Valdi 27 wrote ...

Glæsilegt framtak. En hvað egir þú, vantar þér stærri höfuðdælu? Ef þú hefur áhuga að þá á ég höfuðdælu úr Hilux árg 92 minnir mig.

Já Súkkudælan ræður ekkert við þetta svo að ég ætla að setja dælu úr Toyotu, takk fyrir það er gott að vita af því en ég held ég geti reddað þessu hér heima, það er nóg til af Toyotudóti hér en ég hef samband ef það klikkar.
Back to top
Valdi 27
Sun May 30 2010, 09:12p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Já ekkert mál, þú veist allavegana af henni ef annað bregst.
Back to top
björn ingi
Mon May 31 2010, 11:33p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jæja þá, það var tekinn smá prufurúntur í dag og kom bara vel út. Fjöðrunin mjög góð og allt annað að keyra bílinn.
Auðvitað mundi ég ekkert eftir NoSpininu og hrökk svo í kút þegar small duglega í öllu saman og hélt að ég væri að brjóta eitthvað,
bara gaman af því en eins og ég sagði þá virkaði bara allt nokkuð vel nema það sem ekki virkaði, eins og td. bremsur og svoleiðis
dót, fínt að hafa skaftbremsuna núna maður notar hana bara.


Back to top
jeepson
Tue Jun 01 2010, 07:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta alvöru trukkur Er samt ekki frá því að það þurfi að færa landsbanka mennina aðeins utar
Back to top
björn ingi
Wed Jun 02 2010, 12:11a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jú það er nú eitt af því sem ég á eftir að gera ásamt því að breikka stigbrettin, mála og margt fl.
Back to top
Sævar
Sun Nov 28 2010, 08:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jæja hvað er að frétta héðan
Back to top
björn ingi
Tue Dec 14 2010, 10:38a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sævar það er svona allt sæmilegt að frétta. Loksins búinn að fá húsnæði en með þeim annmörkum þó að ég þarf að vera eins og jójó með bílinn inn og út því bróðir minn sem á húsnæðið þarf að nota það líka. Búinn að vera að vinna í bremsukerfinu og er það nánast klárt (eftir að lofttæma). Er komin með efni í drifskfatssmíði og er það allt á teikniborðinu.
Fæ efni í drullusokksfestingarnar í dag (vonandi).
Þegar ég fór að líta á betur á gírkassabitan sem ég þarf að breyta þá uppgvötvaði ég svolítið slæmt en það er að smíðin á þessum bita eins og hún er í dag er sennilega búinn að kosta mig gírkassann.
Bitinn er skrúfaður beint aftan á kassan og er síðan á púðum út í grind og þeir eru allt of stífir þannig að of mikið reynir á festinguna á kassanum, ég á eftir að rífa þetta í sundur en það lítur út fyrir að eitthvað sé að gefa sig þarna því það lekur gírolía með þar sem bitinn festist við kassann, alltaf eitthvað til að gleðja mann eða þannig. Verst er að á þessum tíma ársins er alltaf svo mikið að gera hjá manni að lítill tími er í þetta en það er svo sem ekkert sem rekur á eftir manni, það er allavegana ekki snjórinn.

Jólakveðjur að úr snjóleysinu fyrir norðan
Back to top
Hafsteinn
Sun Nov 06 2011, 03:53p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Jæja, næstum ár frá seinasta update-i. Hver er staðan í dag Björn Ingi?
Back to top
hobo
Sun Nov 06 2011, 05:43p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég segi það sama!
Annars veit ég að Birnir eru þannig gerðir að þeir leggjast í dvala.. múhaha

En er ekki ár full mikið?

Back to top
Go to page  1 2 [3]  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design