Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Hásingaskipti, gormavæðing ofl. << Previous thread | Next thread >>
Go to page  1 [2] 3
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
birgir björn
Fri Jan 15 2010, 07:40p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þetta er flott! og eingin smá munur váá
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 08:51p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Heyrðu. félagi minn er búinn að gefa game over mótorinn. en málið er klárlega að tjúnna volvo mótorinn. Það væri flott að fá mótor úr 240TIC hann er 182 hross orginal. og með litlum breytingum er hægt að ná honum vel yfir 250 gobbur. tjekkaðu á þessari síðu bcb.no hún er norsk, ef það er eitthvað sem að þú skilur ekki láttu mig þá bara vita og ég þýði það fyrir þig. Það er ekkert mál. enda skrifa ég, les og tala norskuna reiðbrennandi
Back to top
björn ingi
Fri Jan 15 2010, 09:29p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Takk fyrir þetta Gísli, ansi margt flott þarna hjá þeim en ekki beint gefið. Sá þarna knastás sem kemur í stað orginal ásins og hann er á 41.000 úti og kemur þá til með að kosta örugglega 70.000+ hingað kominn. Ég á öruglega eftir að nýta mér þessa síðu einhvertíman, þarf bara að vinna í Lottóinu áður
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 09:44p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
björn ingi wrote ...

Takk fyrir þetta Gísli, ansi margt flott þarna hjá þeim en ekki beint gefið. Sá þarna knastás sem kemur í stað orginal ásins og hann er á 41.000 úti og kemur þá til með að kosta örugglega 70.000+ hingað kominn. Ég á öruglega eftir að nýta mér þessa síðu einhvertíman, þarf bara að vinna í Lottóinu áður


Ekkert að þakka vinur. ef ég skyldi kíkja út í sumar þá læt ég þig vita uppá að geta verslað fyrir þig og smyglað því hingað heim
Back to top
björn ingi
Wed Jan 20 2010, 11:14p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Nokkrar myndir í viðbót

Verið að spæna allt utanaf hásingunni og þarna sést svo stýrisarmurinn, grodda smíði verð ég að segja en sjálfsagt fjandanum sterkara.
Svo er búið að vera að græja kranana á felgurnar og ég læt sjálfsagt setja dekk á þær á morgun svo að Súkka geti nú farið að standa
í eigin hjól að framan. Meira síðar......

[ Edited Wed Jan 20 2010, 11:14p.m. ]
Back to top
metalice
Wed Jan 20 2010, 11:20p.m.
metalice
Registered Member #228

Posts: 106
Sæll. Hvar léstu smíða arminn. Vanntar svona.
Back to top
björn ingi
Wed Jan 20 2010, 11:29p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Það gerði maður á Blönduósi að nafni Sighvatur Steindórsson, á ég að koma þér í samband við hann.
Back to top
metalice
Wed Jan 20 2010, 11:33p.m.
metalice
Registered Member #228

Posts: 106
Það væri í lagi þakka þér.
Back to top
björn ingi
Wed Jan 20 2010, 11:44p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já ég skal tala við hann og gá hvort hann er ekki til í að smíða fleiri. Hann hefur reyndar alltaf verið að tala um að hætta þessu því hann hefur svo mikið að gera, hann vinnur í bænum og keyrir á milli um helgar svo að maður skilur að hann nenni kannski ekki að standa í þessu um helgar.
Back to top
hilmar
Wed Jan 20 2010, 11:46p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Var ekki Árni Brynjólfs líka að smíða þetta ef maður kom með gamlan arm þá átti hann til svona á lager allavega í Hi lux. Hann tók arminn uppí og maður borgaði minna
Back to top
björn ingi
Wed Jan 27 2010, 10:18p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Var að máta dekkin undir að framan og bara nokkuð sáttur.
Back to top
Sævar
Wed Jan 27 2010, 10:23p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er alveg mögnuð breikkun, kemur klárlega til með að gera bílinn betri í akstri fjöðrun
Back to top
björn ingi
Wed Jan 27 2010, 10:26p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já þetta er ansi mikið, en ég get aðeins minkað þetta ef ég vill því það eru orginal smá spacerar sem ég get fjarlægt.
Back to top
Sævar
Wed Jan 27 2010, 10:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Varstu mikið að viðhalda hjóllegunum á gömlu hásingunum? Herða upp og smyrja og þh.

ef svo er þá væri spennandi að sjá hversu vel þessar halda, eins geri ég ráð fyrir að spindillegurnar séu sterkbyggðari í þessum, en það verður gaman að sjá heildarmynd af þessu þegar þetta fer í notkun, nógur er tíminn sökum snjóleysis allavega.
Back to top
björn ingi
Wed Jan 27 2010, 10:36p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Nei ég var aldrei í neinum vandræðum með hjólalegur eða slíkt í gömlu hásingunum og það var gömul Dana27 að framan og mér er sagt að styrkur á LC70 hásingunum sé álika ef ekki meiri en Dana44 svo að ég hef engar áhyggjur af slíkum vandamálum. En það verður örugglega drullugaman að keyra kvikindi á þessu, hlýtur að verða mjög stöðugur í akstri.
Back to top
gisli
Wed Jan 27 2010, 10:48p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hann er svalur! Nú þarftu bara að breyta köntum í vængi.
Back to top
björn ingi
Wed Jan 27 2010, 10:50p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já ég get líklega kallað hann Dúmbo eftir fílnum sem flaug á eyrunum
Back to top
björn ingi
Wed Jan 27 2010, 11:08p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Það er reyndar búið að skíra gripinn fyrir þó nokkru síðan.

Fyrir þá sem ekki vita það þá er Tæfa kvenkyns refur og af því þeir voru kallaðir Fox hér heima þá er þetta viðeigandi nafn.

[ Edited Wed Jan 27 2010, 11:09p.m. ]
Back to top
björn ingi
Mon Feb 08 2010, 11:49p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Skrímslið í skúrnum. Var aðeins að lofta út og smellti þessari mynd af skrímslinu sem býr tímabundið í skúrnum hans Sigga.

Maður fer nú bráðum að sleppa því lausu, minnstakosti til reynslu, bara til að prófa framfjöðrunina.
Myndin er tekin á síma í hálfgerðu myrkri svo myndgæði eru eftir því.
Back to top
Hafsteinn
Mon Feb 08 2010, 11:56p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Okei Sæll!!

Kemstu út úr skúrnum? hehe..

En þetta er súpersvalt! Þessi er orðin algjör trukkur..
Back to top
björn ingi
Tue Feb 09 2010, 12:05a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já ég held hann rétt sleppi út, eða það vona ég!!!!!!!
Kemur í ljós á allra næstu dögum því þá tekur maður smá prufu rúnt, á bara eftir að fá samsláttarpúðana til að vera alveg búinn með framendann.
Back to top
jeepson
Tue Feb 09 2010, 12:50a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hafsteinn wrote ...

Okei Sæll!!

Kemstu út úr skúrnum? hehe..

En þetta er súpersvalt! Þessi er orðin algjör trukkur..

Það er altaf hægt að stækka hurðargatið á skúrnum hehe. eða setja minni dekk á bílinn. En þetta er orðið anskoti svalt. hann ætti að þola ágætis hliðar hall fyrst að hann breykkar svona
Back to top
EinarR
Wed Mar 03 2010, 01:42p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Hvað seigiru Björn. Ekkert að gerast?
Back to top
björn ingi
Sat Mar 13 2010, 10:42p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jú loksins eitthvað að gerast eftir langa pásu af ýmsum ástæðum sem of langt væri að telja upp hér. Fór í prufurúnt í dag til að prófa framfjöðrunina en því miður náðust engar myndir af því enda um kolólöglegt athæfi að ræða, númerslaus bíll, bremsulaus (nema handbremsa) og með snaróðan Suzukieiganda við stýrið sem ekki hefur snert á Súkku í langan tíma. Fjöðrunin að framan kom mjög vel út og er ég bara hæst ánægður með hana og enginn vandamál sem komu upp. Ég fann smá malarspotta með fullt af holum og keyrði alveg á fullu þar og maður bara vissi ekki af holunum frekar en þær væru ekki þarna. En ég hefði betur sleppt þessu því bíllinn var eitt drullustykki á eftir því dekkin standa svo langt út fyrir kantana að hann mokaði þessu öllu yfir sig, en gaman var það. Nú er ég búinn að rusla öllu undan honum að aftan og nú er bara smíðavinna framundan við festingar á nýju hásinguna. Hendi inn myndum frá framkvæmdum seinna.
Back to top
Sævar
Sat Mar 13 2010, 10:57p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Góður, nú er rétti tíminn að endurbæta fjöðrun þegar meðal annars vegakerfi landsins verður ekki sinnt til fullnustu HEHE
Back to top
jeepson
Sun Mar 14 2010, 01:13a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Flott að heyra. keep us posted
Back to top
björn ingi
Sun Mar 14 2010, 06:32p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Nokkarar myndir af því sem verið er að brasa þessa stundina.

Gamla afturhásingin farin og hálf tómlegt þarna.

Þarna er svo gamla dótið, það eina sem ég hirði af henni eru stífufestingarnar og bremsudótið sem ég læt bróðir minn hafa undir Willys.

Hér er búið að spæna LC hásinguna í sundur og næst er að brenna af henni allar festingar og svoleiðis dót.

Öxlarnir bara í góðu ástandi en legurnar skipti ég sjálfsagt um.

Drifköggulinn með 4.56 hlutfalli sem verður látið duga til að byrja með. Næst er að splundra þessu og setja læsinguna í.

2 stk No-Spin bíða spennt eftir að komast á sinn stað, önnur að framan en hin að aftan.
Back to top
gisli
Sun Mar 14 2010, 08:17p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hvernig loftpúðar eru þetta?
Back to top
björn ingi
Sun Mar 14 2010, 09:45p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Ég veit ekkert um tegund eða slíkt, er ekkert farinn að skoða þá að ráði. Veit bara að þetta eru 600kg púðar.
Back to top
jeepson
Mon Mar 15 2010, 12:51a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það væri gaman að fá vigtar tölur á trukkinum þegar þú ert búinn að græja hásinguna undir. Hann getur nú varla verið neitt rosalega þungur??
Back to top
gisli
Mon Mar 15 2010, 08:49a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
björn ingi wrote ...

Ég veit ekkert um tegund eða slíkt, er ekkert farinn að skoða þá að ráði. Veit bara að þetta eru 600kg púðar.


Veistu hvað travelið er?
Back to top
björn ingi
Mon Mar 15 2010, 09:11a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Nei ekki nákvæmlega, hef ósköp lítið spáð í þessa púða af því mér hefur fundist þetta að sumu leiti leiðinda system en held ég hafi fundið skýringuna þegar ég reif þetta undan. Dempararnir sem notaðir voru með púðunum eru rosalega stífir og þess vegna hefur þetta alltaf verið eins og tréhestur að aftan. Hvað ertu að spá, setja Sollu á loftpúða.
Back to top
gisli
Mon Mar 15 2010, 01:05p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég er bara áhugamaður um loftpúða.
Fræðilega er þetta besta fjöðrunin sem fæst, en það er margt sem þarf að ganga upp til þess.

Í léttari bíla finnst mér helst vandamálið að þeir púðar sem henta fyrir þyngdina hafa mjög lítið travel, amk. fyrir breytta jeppa. Líklega flestir hannaðir undir kerrur eða vagna.
800kg púðar eru bara alltof burðarmiklir fyrir 1000kg bíl, maður yrði að hafa mjög lágan þrýsting í þeim. Þess vegna varð ég nú forvitinn um 600kg púðana þína, kannast ekki við þá.
Back to top
björn ingi
Mon Mar 15 2010, 05:37p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Ég veit ekkert meira um þessa púða, þeir bara voru þarna undir bílnum þegar ég keypti hann. Ég hef alveg verið sáttur við slaglengdina á fjöðruninni að aftan en alltaf fundist hann of stífur jafnvel með mjög lítið í púðunum en það eru sjálfsagt bara dempararnir. Ég tek púðana undan þegar ég fer í að færa þá utar og þá skal ég gá hvort einhverjar upplýsingar er að finna á þeim um framleiðanda og slíkt.
Back to top
gisli
Mon Mar 15 2010, 06:13p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Kúl. Það væri líka fróðlegt að vita hvað bíllinn þinn vigtar á hvorum ási um sig.
Back to top
jeepson
Mon Mar 15 2010, 07:13p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég var einmitt búinn að nefna þetta með vigtina á bílnum. Ég er soddið spentur fyrir að fá að vita hvað þyndin á bílnum verður eftir þessar breytingar.
Back to top
björn ingi
Mon Mar 15 2010, 07:16p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já ég er líka spenntur að vita hvað hann vigtar eftir breytingar. Á gömlu hásingunum vigtaði hann 710 kg að framan og 640 kg að aftan tómur eða 1350 kg alls. Hvað eigum við að skjóta á að hann vigti þegar ég er búinn, ég segi 1450 kg.
Back to top
gisli
Mon Mar 15 2010, 07:45p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ussssssss, hlunkur. Þá ertu samt léttari en Hilmar.
Back to top
björn ingi
Mon Mar 15 2010, 08:01p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Þetta er bara ágiskun en ég verð nú svolítið fúll ef hann þyngist mikið meira. Hvað vigtar hann hjá Hilmari
Back to top
gisli
Mon Mar 15 2010, 08:06p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Veit ekki hvort ég má ljóstra því upp, en það var 1640kg ef ég man rétt, man ekki dreifinguna.

Solla er hins vegar 500/500kg sem er ágætt. Ég held hún sleppi undir 1200kg með stærri vél og Hilux hásingum.
Back to top
björn ingi
Mon Mar 15 2010, 08:28p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já þetta er fín þyngdardreifing hjá þér annars er ekkert verra að hafa þá aðeins þyngri að framan þá klifra þeir betur í bröttu. Það er ótrúlegur hluti af þyngd á breyttum bíl í dekkjum og felgum, t.d. hjá mér er felgur+dekk um 200 kg. það er nú allnokkuð.
Back to top
björn ingi
Sat Mar 20 2010, 09:44p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jæja var aðeins að dunda mér í dag, kláraði að strípa utan af "nýju" hásingunni og mátaði hana undir, það er að segja bara rörið því allt hitt vantar.
Náði í Samurai húddið og stuðarann sem mér áskotnaðist, skellti húddinu á en stuðarann þarf nú eitthvað að taka í gegn áður en hann verður notaður.
Er núna að rífa gömlu þreyttu Dana44 til að nota af henni stífufestingarnar.

Aðeins verið að bera þetta við.

Samurai húddið komið á, þetta er mun betra húdd en það sem ég var með þó sjá megi þarna smá ryðblett, þetta er bara rétt í yfirborðinu.

Stuðarinn er líka alveg strá heill en sá sem ég er með núna er allur undin og snúinn og farinn að ryðga dálítið

Gamla Dana44. Hér sést að hluta til ástæðan fyrir þessum hásingaskiptum, hin var brotið framdrif. Þarna sjáið þið öxul með lausu nafi og þetta var alltaf að losna enda orðið haugslitið og þegar þetta losnaði þá for dekkið allt að skjálfa, hræðilegt system. Þetta var svona á þessum gömlu Willys hásingum.
Back to top
jeepson
Sat Mar 20 2010, 10:39p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég sé að það er alt að gerast hjá þér
Back to top
Sævar
Sat Mar 20 2010, 11:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Gæðabúnaður alveg hreint þessi nöf, ef menn voru ekki með þeim mun betur ballanseruð dekk tóku þeir ekki eftir þessu fyrr en þeir sáu hjólið taka frammúr þeim
Back to top
björn ingi
Sun Mar 21 2010, 12:09a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já alveg mikið rétt hjá þér Sævar. Þetta var allt laust þegar ég fékk bílinn og hefur ekki batnað mikið síðan. Ég get líka ekki líst því hvað mig hlakkar til að keyra hann á einhverju sem ekki skelfur og nötrar.
Back to top
gisli
Sun Mar 21 2010, 08:59a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Björn Ingi, þetta eru LC 70 hásingar hjá þér, ekki satt?
Hver er munurinn á þeim og undan gömlu dísel Hilux?
Back to top
björn ingi
Sun Mar 21 2010, 12:58p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Nú er ég ekki kannski alveg rétti maðurinn til að spyrja að þessu, þekki þetta Toyotadót voða lítið. Hann er í sjálfu sér held ég voða lítill, helda að þetta séu allt 8" drif með 30 rílu öxlum, einhver munur er á legustærð í drifkögglunum, það eru stærri legur í V6 kögglunum og í LC70 drifinu og það er revers að framan en það er ekki í Hilux. Nú svo er það sem skipti mig máli og það er að drifkúlurnar eru hægramegin á LC70 hásingunum. Er eins og mig minni að drifkögglar úr elstu Hiluxhásingunum passi ekki í þær nýrri og auðvitað öfugt. Ef einhverjir Toyotasérfræðingar lesa þetta þá endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla eitthvað. Meira veit ég ekki um þetta.
Back to top
björn ingi
Fri May 14 2010, 09:43p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Jæja vona þið hafið ekki haldið að ég væri bara hættur en það er nú ekki alveg svo.
Vegna annríkis og ótal annarra ástæðna þá gerðist lítið hjá mér í svona mánuð en nú er aðeins að
að rofa til og maður aftur farinn að gera eitthvað. Hásingarrörið að aftan er komið á sinn stað og smotterís
frágangur eftir þar, bara eftir að henda hásingar dótinu saman og til stóð að prufukeyra nú um helgina en af því
verður ekki þar sem illa gengur að fá lengri bolta sem halda kambinum en þetta er einhver vandræða stærð,
11 mm með fínum gengjum og örugglega töluvert hertir og er ég búinn að leita víða en ekkert gengur.
Kantar eru í breikkun og verða tilbúnir fljótlega. Er ekki búinn að taka mikið af myndum enda ekki gaman að
vera alltaf að mynda það sama. Set kannski eitthvað inn þegar ég fer að prufukeyra.

[ Edited Fri May 14 2010, 09:44p.m. ]
Back to top
stebbi1
Sat May 15 2010, 12:28a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
GLÆSILEGUR hjá þér björn
en svo er líka annar munur á hilux og LC 70,
hiluxin er með svona asnalega stýrismaskínu þanniga að togstönginn snúr langs í bílnum og festist í hið alfræga hrútshorn. en lc 70 er alveg eðlileg hvað þetta varðar og er því með svona örmum ofann á liðhúsinu líkt og í suzuki.
Back to top
björn ingi
Sat May 15 2010, 06:42p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Allt stopp þangað til ég fæ þessa bolta sem mig vantar í drifið.
Kannski ekki alveg stopp því ég á eftir að smíða drifsköftin og margt fleira.

Hásingarrörið stendur þarna tómt og bíður.

[ Edited Sat May 15 2010, 06:43p.m. ]
Back to top
Go to page  1 [2] 3  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design