Forums
Go to page  1 [2]
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Hafsteinn
Sun Mar 25 2012, 01:35a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Jæja, nú þarf maður að fara að manna sig upp og byrja á þessu kvikindi. Ég er búinn að missa af alltof miklum snjó til þess að það teljist heilbrigt.

Ég er ekki enn kominn alveg á leiðarenda varðandi vélarpælingar, næstum þó. Var kominn með góðar pælingar með 2,8 rocky tdi en ég held bara að hún sé alltof þung í þennan bíl, og svo þyrfti ég að breyta allri drifrás svo ég myndi ekki brjóta allt í fyrsta starti.

Ég held að lokaniðurstaðan verði 1600 vitara og óbreytt drifrás og fjöðrun að sinni. Orginal fjöðrunin er furðu skemmtileg, og þetta er jú bara lítil og sæt súkka sem kemst allt, og þó maður hossist aðeins, what ever!

Bottom line: nú fer eitthvað að gerast!
stay tuned!


[ Edited Sun Mar 25 2012, 11:56a.m. ]
Back to top
AA-Robot
Sun Mar 25 2012, 12:09p.m.
aa-robot

Registered Member #137

Posts: 304
þetta hljómar flott hjá þér
komdu með nóg af myndum
Back to top
Hafsteinn
Mon May 28 2012, 10:18p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Teaser:

Svona rúllum við í sveitinni:
Back to top
Hafsteinn
Mon May 28 2012, 11:16p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Skrúfaði eitthvað í þessum í fyrsta skipti síðan ég keypti hana af Gísla í desember í fyrra.

Tók boddýið af, en það var semi laust eftir fyrri vélarævintýri. Svo pússaði ég upp smá ryð sem hafði myndast aftast á grindinni en að öðru leiti er grindin alveg merkilega heil. Svo setti ég framhásinguna aftur á sinn stað og festi hana ásamt því að festa bensíntank og millikassa.

Nú býð ég bara eftir vélinni en Stebbi er að græja hana fyrir mig.

Læt myndirnar tala sínu máli:









og tvær spurningar að lokum..

1. Hvað eru margir boddýklossar undir samurai/fox?
2. Hvaða helvítis mótorpúðar eru þetta, er þetta orginal:
Back to top
Sævar
Tue May 29 2012, 09:03a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
10 púðar og hef séð svona mótorpúða held ég í eldgömlum sérokkí



hvað stendur til?
Back to top
birgir björn
Tue May 29 2012, 05:44p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
eg hef séð svona púða undir volvo b20 mótor í suzuki fox, mjög svipað


[ Edited Tue May 29 2012, 05:48p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue May 29 2012, 05:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Er þetta ekki eitthvað sem Gísli getur svarað smíðaði hann þetta ekki í bílinn fyrir 2 lítra súkuvélina
Back to top
birgir björn
Tue May 29 2012, 05:48p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
örugglega
Back to top
Hafsteinn
Sun Jun 03 2012, 09:34p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Get ég notað þessa mótorpúða á vitöru vélina?
Þetta virðast vera eins púðar og fyrir millikassann, bara stærri..

En já, ég ætla að skipta prófílreddingunni út fyrir rennda upphækkunarklossa
Back to top
birgir björn
Mon Jun 04 2012, 07:28p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
ættir ekki að þurfa neina boddýhækkun, enn þessir púðar virka ekki fyrir 1.6 vitara nema með skítmixi
Back to top
Hafsteinn
Mon Jun 04 2012, 10:16p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Nei, ég nenni ekki að narta brettin eða skera eitthvað úr. Gísli var búinn að hækka hann smá og ég ætla bara að halda því, nema skipta prófílkubbunum út fyrir plast gaura..

En get ég þá ekki notað orginal 1300 mótorpúða?
Back to top
Sævar
Tue Jun 05 2012, 01:12a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
nei þeir eru öðruvísi, gæti vel verið að þeir boltist á 1600 blokkina.

Þú ert samt ekki að fara út í neitt bolt-on dæmi með að setja 1600 vél á þessa grind. Þú þarft alltaf að sjóða eitthvað og ef ég væri að þessu sjálfur myndi ég brenna mótorfestingar af vitöru grind og smíða eftir þeim á foxgrindina.

Vitörupúðarnir eru mjög einfaldir í smíð
Back to top
birgir björn
Tue Jun 05 2012, 05:42p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
voli notaði bara orginal 1,6 motorpúðana og þurti bara að gera litla breytingar minni mig
Back to top
olikol
Tue Jun 12 2012, 03:39p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
þú getur notað 1300 mótorpúðana. mig minnir að þeir smellpassa örðu megin en svo þarftu bara að víkka út boltagötin á hinum púðanum. Þú sérð þetta augljóslega þegar þú setur vélina í
Back to top
Hafsteinn
Tue Jun 12 2012, 04:55p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Breyttiru eitthvað hæðinni á mótorpúðafestingunum eða notaðiru þær alveg orginal?

Það er búið að fokka þessu öllu upp hjá mér þannig að ég þarf hvort eð er að sjóða þetta allt uppá nýtt..
Back to top
birgir björn
Tue Jun 12 2012, 05:44p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
breytti ekkert hæðinni á þvi
Back to top
Sævar
Tue Jun 12 2012, 05:49p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég myndi brenna festingarnar af grind úr Vitöru, ég á svoleiðis grind sem þú getur fengið framstykkiða af gegn því að sækja það, ef þú vilt.-
Back to top
Hafsteinn
Wed Jul 04 2012, 07:33p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Höldum lífi í þessu spjalli...

Sævar.. ég þigg það hjá þér, verð í bandi við þig á næstu dögum

Annars hefur ekkert gerst í þessum. Ég bíð bara eftir vélinni frá Stebba og þá fara hlutirnir að gerast. Stefnan er tekin á fyrstu súkkuferð vetrarins!

[ Edited Wed Jul 04 2012, 07:33p.m. ]
Back to top
Hafsteinn
Mon Aug 27 2012, 06:12p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Fékk smá pakka fyrir helgi



Rúmum 9 mánuðum eftir að ég keypti bílinn er vélin loksins mætt á svæðið og fer í á næstu vikum!

[ Edited Mon Aug 27 2012, 06:13p.m. ]
Back to top
Hafsteinn
Wed Sep 12 2012, 09:30a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Nú er vetur í lofti sem þýðir að það styttist í snjóinn.
Þá er ekkert annað í stöðunni en að drullast til að gera eitthvað í þessum.

Planið næstu vikurnar er á þessa leið:

- Koma Vitöru vélinni fyrir.
Ég hafði hugsað mér að nota Vitöru gírkassa og millikassa, og sjá hvernig það kemur út. En hvað segja spekingarnir, er ég í betri málum ef ég finn mér bara Samurai gírkassa og nota rocklobsterinn sem ég á?

- Smíða festingu fyrir vökvastýrið
- Koma boddýinu fyrir aftur
- Þjösnast og spóla í drasl í snjóskafli uppá fjalli.

Endilega ausið úr viskubrunnum ykkar..

Ps. og eins og topicið segir, þá er þetta sagan endalausa.....

[ Edited Wed Sep 12 2012, 09:31a.m. ]
Back to top
Go to page  1 [2]  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design