Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Massífar gangtruflanir í 1800 sidecik 1996 << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
fannarboy
Thu Oct 22 2009, 11:58p.m.
Registered Member #108

Posts: 6
Sælir frændur

þannig er mál með vexti að ég fór út að viðra súkkuna uppá úlfarsfelli en fór upp á grænum bíl en kom niður á brúnum. ferðin lá á þvottaplan þar sem ég þreif bílinn hágt og lágt og rétt bunaði yfir vélina til að þrífa vélarsalinn en eftir það var NO-GO.

Bíllinn gekk illa lausaganginn og það mætti halda að snúningshraðamælirinn hafi breyst í dagatal því hann er mjög lengi upp á snúning úr lausagangi og kokar alveg upp í ca 3500 snúninga og þá virðist snúningurinn fara verða nokkuð eðlilegur. sama gerist í keyrslu en ef maður pínir hann í fyrsta gír upp í ca 3500 snúninga þá veður hann fínn og öll þessi rúmlega 100 hestöfl kikka inn eins og enginn sé morgundagurinn

Súkkan gafst svo upp á miðri leið heim og var erfið í gang og á endanum fór hún ekkert í gang nema endrum og sinnum og drap strax á sér við óreglulegann gang (3-5sec)

þetta hefur gerst áður en þá lagaðist þetta á 2-3 dögum og var ekki næstum því jafn slæmt.

ég myndi halda að þetta sé rakatengt vandamál eða útleiðsla og væri alveg til í að reyna koma í veg fyrir að þetta komi aftur fyrir tala nú ekki um að þurfa að bíða í 2-3 daga ef maður er í jeppaleiðangri að fara yfir á

það yrði líka frekar slæmt fyrir orðstýr súkkunnar ef það kemst upp að hún má ekki blotna
Back to top
jeepson
Fri Oct 23 2009, 12:03a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
prufaðu að taka kerta hetturnar úr og blása inn í þær með loftpressu ef þú hefur tök á því. og hreinsaðu allar leiðslur sem tengjast háspennu keflinu. það getur verið að það hafi komið vatn þangað inn. Háspennu þræðirnir gætu jafnvel verið ornir lélegir. byrjaðu allavega á þessu og sjáðu hvort að suzie lagist ekki við þetta:)
Back to top
Godi
Fri Oct 23 2009, 08:34p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
annars geturu tekið eitt og eitt keflið úr með bílinn í gangi og athugað hvort að hettunar séu að leiða út það ætti að sjást vel það neistar allveg og líka þá heyriru á hvaða sílender er sílendrum gangtruflanirnar eru á. Svo kom fyrir hjá mér að eitt kertið brann þannig ættir að kíkja á það líka.. Er check engine ljósið kveikt?
Kv.Godi
Back to top
Sævar
Fri Oct 23 2009, 08:42p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sæll súkkubróðir, allt ofangreint er rétt og satt og lýsir sér eins og vandamál í kveikju, nú er ég að spá er þetta suzuki 1800 eða 1600 bíll, geri ráð fyrir 1800 fyrst þú segir rúmlega 100 hestöfl.


Togaðu öll keflin uppúr og blástu upp úr kertagötunum í heddið og ef þar er einhver bleyta þá er vandamálið leyst, ef ekki þá þarf að skoða þræði og kerti betur.

Eins að tékka á áfyllingarörinu fyrir bensíntankinn fyrst þú varst í drullu, hvort það sé nokkuð gat á rörinu.


kv. Sævar Örn
Back to top
fannarboy
Sat Oct 24 2009, 01:22a.m.
Registered Member #108

Posts: 6
Lagaðist mikið við að taka kertaþræðina og háspennukeflin og þurka þau á ofni en það breytir því ekki að það vandamálið er ekki leyst... ætla prufa að blása uppúr heddinu þar sem kertin skrúfast oní og láta hann standa inni í hita

vitið þið hvort það er eitthverstaðar hægt að kaupa kertaþræði í 1800 bílinn hérna heima ?
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 09:56a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Þetta er væntanlega vél með beina innspýtingu og svoleiðis dóti. Gæti verið að einhver skynjari hefði blotnað. Þegar vél gengur svona illa sem þú lýsir þá rennblotna kertin í bensíni og geta verið mjög lengi að jafna sig ef þau þá gera það. Ég hef stundum gert það að taka kertin úr og hita þau með litlum gaslampa eða einhverju slíku og þá sér maður stundum að það standa logar út með postulínseinangruninni á rafskautinu og er það bara bensín sem er að brenna. Þetta dugir stundum ekki og þá er bara að skipta um kerti. Og svo má ekki gleyma gamla trixinu að nota blý, bara nudda blýanti á milli á oddana á kertinu, maður gerði þetta oft á tvígengismótorhjólunum hér áður og þetta svínvirkaði.
Svo þarftu að gera ráðstafanir til að þetta endurtaki sig ekki. Ef þetta er bara kveikjukerfið þá hefur mér reynst best að vera ekki að nota einhver sílokonsprey eða slíkt til að rakaverja, heldur að þræðir og háspennukefli séu tandurhrein og þræðir nýir og með góðar hettur þá gengur þetta þó að vélin fái gott bað.

Back to top
jeepson
Sat Oct 24 2009, 02:22p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
björn ingi wrote ...

Þetta er væntanlega vél með beina innspýtingu og svoleiðis dóti. Gæti verið að einhver skynjari hefði blotnað. Þegar vél gengur svona illa sem þú lýsir þá rennblotna kertin í bensíni og geta verið mjög lengi að jafna sig ef þau þá gera það. Ég hef stundum gert það að taka kertin úr og hita þau með litlum gaslampa eða einhverju slíku og þá sér maður stundum að það standa logar út með postulínseinangruninni á rafskautinu og er það bara bensín sem er að brenna. Þetta dugir stundum ekki og þá er bara að skipta um kerti. Og svo má ekki gleyma gamla trixinu að nota blý, bara nudda blýanti á milli á oddana á kertinu, maður gerði þetta oft á tvígengismótorhjólunum hér áður og þetta svínvirkaði.
Svo þarftu að gera ráðstafanir til að þetta endurtaki sig ekki. Ef þetta er bara kveikjukerfið þá hefur mér reynst best að vera ekki að nota einhver sílokonsprey eða slíkt til að rakaverja, heldur að þræðir og háspennukefli séu tandurhrein og þræðir nýir og með góðar hettur þá gengur þetta þó að vélin fái gott bað.




Þar sem að þú ert að tala um gaslampa. þá er til annað gamalt triks sem sjáfsagt fáir vita um. það er að krota með blýant á kertin. semsagt rafskautið. þetta gerði ég oft á skellinöðrunum og mótorhjólonum sem að ég átti. veit ekki hvort að nokkur maður kannist við þetta. en mér datt í hug að segja frá þessu uppá djókið. En þetta virkar. en sennilega ekki eins vel og gaslampinn. en blýið á að þurka kertin. það væri gaman að vita hvort a ðeinhverjir fleiri hérna hafa heyrt um þetta.
Back to top
Sævar
Sat Oct 24 2009, 02:29p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já ég hef heyrt þetta með blýantinn og virðist aldrei klikka.


Annars væri gaman að heyra hvort það sullist mikið vatn upp með kertahettunum þegar þú blæst þar ofaní.
Back to top
björn ingi
Sat Oct 24 2009, 02:46p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já ég nefni nú einmitt þetta með blýið í "pistli minum" hef prófað og svín virkar.

[ Edited Sat Oct 24 2009, 02:47p.m. ]
Back to top
jeepson
Sat Oct 24 2009, 04:31p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
björn ingi wrote ...

Já ég nefni nú einmitt þetta með blýið í "pistli minum" hef prófað og svín virkar.


Ef að ég hefði nú bara asnast til að lesa allan pistilinn þinn þá hefði ég séð þetta. En ég var svo rosalega upptekinn að því að koma þessu með blýið á framfæri. stundum er gott að lesa alt efnið áður en maður fer að bulla útí loftið hehe:D En það er þá gott að vita að fleiri hafa þessa góðu reynslu af blýinu
Back to top
Godi
Sun Oct 25 2009, 12:03p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
fannarboy wrote ...

Lagaðist mikið við að taka kertaþræðina og háspennukeflin og þurka þau á ofni en það breytir því ekki að það vandamálið er ekki leyst... ætla prufa að blása uppúr heddinu þar sem kertin skrúfast oní og láta hann standa inni í hita

vitið þið hvort það er eitthverstaðar hægt að kaupa kertaþræði í 1800 bílinn hérna heima ?


Ef þú ert að meina legginn eða kertahulsuna (hettuna) sem fer yfir kertið þá er hægt að nota svoliðis úr grand vitara það er miklu skerkari leggur. Getur kíkt á Ragga útí hrauni hann getur sínt þér hvernig þetta er tekið í sundur hann seldi mér einn svona fyrir ekkert svo löngu.
Back to top
fannarboy
Mon Oct 26 2009, 12:26a.m.
Registered Member #108

Posts: 6
já takk fyrir þá ábendingu með kertahetturnar úr vítörunni

málið leyst!

þurkaði uppúr þar sem kertin voru og setti silicon á öll tengi og á þá staði sem þarf að rakaverja og bíllinn gengur eins og ketlingur

ég þakka kærlega fyrir góð svör

Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design