Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Hafst1
Sun Nov 17 2013, 10:40p.m.
Registered Member #1231

Posts: 4
Sælir kallar. Ég ákvað að skrá mig hérna inn því ég er í "smá" vandræðum með súkkuna mína.

Bíllinn sem um ræðir er Vitara 1997 árgerð 1,6l bsk ekinn 200.000. Hann byrjaði á því að þegar var að keyra norður á land að missa afl eftir að ég tók bensín í Víðigerði. Gekk illa að ná honum á hraða en þegar ég pumpaði bensínið þá fór hann að ganga eins og ég vildi. Svo þegar ég kem í brekkuna við Húnaver missir hann aftur afl og ég þurfti að keyra síðustu metrana upp brekkuna í öðrum gír. Þetta gerðist svo aftur í Öxnardalsheiðinni. Þess á milli á jafnsléttu var hann eðlilegur. Núna er hann hinsvegar bara alltaf svona. Er bara eins og hann sé u.þ.b 4,5 hestöfl og gengur illa eftir að ég starta honum köldum.

Ég er síðan þá búinn að skipta um bensínsíu, skoða loftsíuna, hreinsa snerturnar í kveikilokinu og setja hreinsiefni í bensíntankinn. Það eru nýjir kertaþræðir í bílnum. Einhver skrifaði í gömlum þræði hérna að jarðtengivír sem tengist við startarann hafi verið að stríða honum. Ég tók þann vír í kvöld, hreinsaði allt og skipti um ró og skinnu.

Þegar ég var búinn að skipta um bensínsíuna og fór út að prófa var bíllinn allt í lagi. Allt þangað til ég lagði honum aftur úti og setti í gang í kuldanum. Hann var s.s betri eftir að hann stóð inni í skúr.

Er eitthvað sem þið sérfræðingarnir mælið með að ég prófi næst? Konan vill helst að ég skili bílnum því ég er búinn að eiga hann í 3 vikur og strax búinn að eyða of löngum tíma inn í skúr að brasa eitthvað.

Kv. Hafsteinn
Back to top
Jbrandt
Mon Nov 18 2013, 12:24p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ertu búinn að tæma tankinn og fylla hann með nýju bensíni? Athuga kertin? Skipta aftur um bensínsíu. Skoða öndun frá tank?
Back to top
Juddi
Mon Nov 18 2013, 06:23p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Er nokkuð diesel á honum ?
Back to top
Hafst1
Wed Nov 20 2013, 03:08p.m.
Registered Member #1231

Posts: 4
Takk fyrir þessar uppástungur. Bensínstöðin er búin að viðurkenna að það hafi farið vatn í tankinn. Bíllinn er kominn á verkstæði á þeirra kostnað. En til að hrósa súkkunni aðeins þá komst ég til Húsavíkur á henni og notaði í nokkra daga þótt kraftlaus væri. Ford Explorer fór útaf bensínstöðinni fljótlega á eftir mér var mér sagt og drap á sér eftir nokkra metra. Hann var dreginn á verkstæði.
Back to top
punktur18
Wed Nov 20 2013, 04:31p.m.
Registered Member #1057

Posts: 114
Er byrjað að þynna út bensínið með vatni á bensínstöðvum núna :S
Back to top
Sævar
Wed Nov 20 2013, 05:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þetta er áhugavert og vert að það fáist nánari útskýringar á þessu, það getur vel verið að fullt af fólki sé núna að borga stórfé til verkstæða til að finna út hvað orsaki truflanir hjá sér af þessum völdum!

beint í blöðin með þetta
Back to top
stedal
Sun Nov 24 2013, 02:28a.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Þetta hefur verið of algengt hérna í Búðardal undan farin ár. Þá sérstaklega eftir áramót. Maður finnur það einna helst á vélsleðum og mótorhjólum.
Back to top
AggiPó4x4
Sat Dec 21 2013, 03:47a.m.
Registered Member #1242

Posts: 9
Ég er akkúrat í þessum vandræðum núna. Ég skipti um bensínsíu og tjékkaði á öllu en hann startar bara alls ekkert núna. Samkvæmt tengiliði mínum þá er það bensíndælan sem er farinn að pumpa illa bensíni.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design