Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
kjartaantuurbo
Thu Jan 07 2010, 03:19p.m.
Registered Member #194

Posts: 104
Sælir,

Mig langar til að Hækka súkkuna mína upp á boddyi, hvað þarf ég til þess að hækka hana ?
Langar að hækka alveg slatta :$ ?

MBK.
Kjartan Steinar
Back to top
EinarR
Thu Jan 07 2010, 03:28p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Sævar svarar svona!
Back to top
Brynjar
Thu Jan 07 2010, 05:45p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Ef þetta er 2 dyra súkka þá eru 6 boddýfestingar. tvær framan við stuðara. tvær sitt hovrum megin framst á sílsinum og tvær fyrir neðan aftursætinn. Þú fær þér kubba til að setja á milli.( eru nylon kubbar ekki bestir?) Þú þarft kannski að breytta gírstöngini beygja hana framm til að koma í neðrigírana s.s 2,4 og bakk en það fer eftir hækkun.
Back to top
Sævar
Thu Jan 07 2010, 06:21p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ég er hækkaður 7cm það eru 8 boddífestingar, 2 á framstuðara, 2 undir við frambretti, 2 innan við afturhjól og 2 undir afturstuðara.

En ég held að menn séu ekki að lyfta þessum bílum meira á boddí.

Stangirnar hja mér eru lengdar sem svarar hækkuninni, stuðarar sömuleiðis, og bremsurör fært við hægra framhjól.
Back to top
Sævar
Thu Jan 07 2010, 06:21p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eins er lenging á áfyllingarröri fyrir bensíntankinn.
Back to top
kjartaantuurbo
Thu Jan 07 2010, 06:35p.m.
Registered Member #194

Posts: 104
er með 5 dyra Súkku ekki 3 dyra.
Back to top
Sævar
Thu Jan 07 2010, 06:40p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er nákvæmlega eins, veit ekki með fjöldann af festingum, en hækkunin fer auðvitað bara eftir því hverju þú ert að leita. ---

Hjá mér eru nylonkubbar settir á boddíið en orginal púðinn hafður undir til að dempa veghljóð og leyfa örlitla hreyfingu milli grindar og boddís.

ATH að hækkun telur ekki orginal púðann með, eingöngu breytingu á veghæð og yfirleitt mælt við síls.
Back to top
kjartaantuurbo
Fri Jan 08 2010, 05:13a.m.
Registered Member #194

Posts: 104
nú er ég að spá, langar aftur í 35" súkku, hvað þarf að hækka Boddy mikið amk og eitthver fugl hvíslaði að mér að ég þyrfti að breyta stýrisbúnað og e-h veseni,
Hvað er það svona í grófum dráttum, langar sjúkt að fara út í 35"-36"
Back to top
kjartaantuurbo
Sat Jan 09 2010, 08:47p.m.
Registered Member #194

Posts: 104
?????
Back to top
Sævar
Sat Jan 09 2010, 08:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er erfitt að ákveða fyrir fram hve mikla hækkun þú ætlar í. Best er að byrja bara að skera eins mikið og þú ætlar þér að skera, og sjá hvað uppá vantar, hækka og fínisera svo skurðinn til að koma dekkjunum fyrir.

En fyrir 36" myndi ég segja að 5-8cm hækkun sé lágmark til að koma dekkjunum fyrir framan kvalbak svo hægt sé að beygja með góðu móti.

Sjálfskiptu bílarnir eru hér hentugri því þar er enginn kúplingarpetali. En það þarf að passa að halda nógu "travelli" fyrir pedalann svo hægt sé að kúpla á beinskiptum.

Endilega bara hrintu þér af stað í þetta og þegar þú byrjar þá svara flestar spurningar sér sjálfar. Öruggast er við boddíhækkun að lengja stýrisstöngina en það er ekki stórmál í súkku, hjá mér er bara spacer settur á stöngina þar sem neðri hjörliður festist á stýristúpuna.

Hann er c.a. 2cm ef hann er svo breiður.

En minn bíll er hækkaður 7cm, þ.e.a.s. með orginal púðanum eru 9 cm frá boddí og niður í grind.
Back to top
Sævar
Sat Jan 09 2010, 09:02p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Baldur kannski svarar hérna, mig minnir að hann hafi sérsmíðað framspyrnur undir bílinn sinn og þá væntanlega nýtt tækifærið og fært spindilinn framar til að færa hjólið lengra frá kvalbak? nei ég bara spyr.
Back to top
Brynjar
Sun Jan 10 2010, 02:26a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Þarf ekki að fá gegnumlýstar suðurnar ef maður smíðar nýjar spyrnur í bíl eins og baldur gerði ?
Back to top
Sævar
Sun Jan 10 2010, 11:04a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það efast ég stórlega um, þó auðvitað væri rétt að gera það.

En ég þekki marga sem hafa suðað bílana sína sundur og saman og sumir ekkert endilega mjög góðir á suðu. Þá á ég við hásingar, grindur og boddífestingar ofl. og aldrei er meira en bara litið á þetta í skoðun.
Back to top
kjartaantuurbo
Mon Jan 11 2010, 04:28a.m.
Registered Member #194

Posts: 104
jæja, mér leiddist í dag, þannig ég fór og keypti mér dekk á felgum, upphækkunarklossa 9cm,(þarf svona 2 í viðbót.), skurðaskífur, stýrisstöng úr oltinni 36" breyttri súkku. Og á morgun sæki ég vonandi hásingarnar úr henni loftlæst að aftan og framan, skyggnið mitt, spoilerinn minn, málningu og nýju sprautukönnuna mina sem ég pantaði í dag

Hellingur sem þarf að gera, breyta bremsuröri v/m að framan minnir mig, lengja draslið sem fer í bensíntankinn til að setja bensín á hana, stýrisstöngin, stýristjakk helst, held að stýrisdælan sé ekki að höndla þetta 100% þar sem hún varð e-h stíf í stýri. svo er það bara að fara að rífa hásingarnar úr til að setja hinar undir.

En já í dag er ég búinn að afreka, Klossar komnir undir, skera úr, máta. svo í vikuni vona ég til að klára þetta bara

Bý til gallerý þráð á næstu dögum, þegar ég kannski tek mynd af bílnum ekki til neinar fyrir myndir af henni :$

[ Edited Mon Jan 11 2010, 04:33a.m. ]
Back to top
gisli
Mon Jan 11 2010, 07:06a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Flottur! Leyfðu okkur endilega að fylgjast með.
Back to top
jeepson
Mon Jan 11 2010, 01:56p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Myndir eru algjör skylda endilega leyfðu okkur að fylgjast með en ef hann verður þungur í stýri þá er bara að setja stærri stýrisdælu í bílinn.
Back to top
kjartaantuurbo
Fri Jan 15 2010, 09:55p.m.
Registered Member #194

Posts: 104
Hvernig stýrisdælu getur maður sett við þessa mótora ?
Back to top
Brynjar
Fri Jan 15 2010, 10:33p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
kannski ráð að kíkja hvort stýrisreiminn sé nógu strekkt áður en þú ferð í breyttingar á dælunni. annars veit ég að á 8 ventla vélinni minni var aðeins minni trissa en í sidekick vélinni sem ég er með núna spurning hvort vitörunrar séu allar með minni trissu og hvort það geri einhvað gang að skipta um. Stýristjakkur er að ég held óþarfi á 36 tommun dekk.
Back to top
Brynjar
Fri Jan 15 2010, 10:33p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
síðan er náttúrlega bara eðlilegt að hún þynngist í stýrinu þegar stærri dekk eru kominn.
Back to top
gisli
Fri Jan 15 2010, 11:22p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Stýristjakkur er alltaf góður, þó hann sé ekki nauðsynlegur.
Kaninn hefur mixað toyotu stýrisdælu+maskínu í súkkur, líklega úr 4runner og hilux
Back to top
kjartaantuurbo
Sat Jan 16 2010, 08:04a.m.
Registered Member #194

Posts: 104
Er það ekki alveg svakavesen að mixa stýrisdælur úr öðrum teg. ?
Back to top
gisli
Sat Jan 16 2010, 11:49p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Vesen? Er það íslenska?
Back to top
olikol
Sat Jan 16 2010, 11:56p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
neh nei, í flestum tilvikum er það ekkert voða mikið mál. þarf bara búa til ný boltagöt í grindina og styrkja svo grindina svo stýrismaskínan fari ekki að snúa uppá grindina eða kremja hana saman.
Back to top
jeepson
Sun Jan 17 2010, 01:37a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Vesen? Er það íslenska?


Nei þetta er eitthvað á rúsnensku

Menn hafa nú verið að setja stærri strýrisdælu og maskínur í litla bíla. og þá verða þeir alveg fis léttir í stýri. en persónulega fynst mér það óþæginlegt ef bílar eru of léttir í stýri
Back to top
olikol
Sun Jan 17 2010, 12:36p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Það er náttúrulega alveg draumurinn að stýra gömlum bíl með massastýri og alveg toppurinn ef maskínan er ónýtí þokkabót.
Back to top
björn ingi
Sun Jan 17 2010, 02:03p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Það er bara ein galli á að þegar menn eru komnir með mjög öflugt vökvastýri þá er mun auðveldara að eyðileggja eitthvað og eins og Ólikol segir brjóta festingarnar í grindinni. Það er líka svakalegt að horfa á suma á stórum þungum bílum á 38"-46" vera að manuvera bílana á þurru malbiki nánast kyrrstæða, hugsið ykkur álagið á stýrisganginn og svo eru menn alveg steinhissa hvað stýrisendarnir endast illa.
Back to top
stebbi1
Sun Jan 17 2010, 04:33p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
svo auðvitað ef menn skipta um maskínu þarf að huga að pitmanarminum(sectorsarminum) og stýrisendanum sem er í honum, annars er ekker með svona vokvastýri að gera bara halda fastar. mér finnst minn ekkert of þungur á 35" á malbiki nema maður sé nátla í 2 psi, en það gerist voða sjaldan.
Back to top
gisli
Sun Jan 17 2010, 11:41p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Vöðvastýrið hefur ekki háð mér hingað til, jafnvel ekki í 2 pundum, maður verður bara að venja sig á að hafa þumlana ekki inni í hringnum.
Back to top
birgir björn
Sun Jan 17 2010, 11:49p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
gisli wrote ...

Vöðvastýrið hefur ekki háð mér hingað til, jafnvel ekki í 2 pundum, maður verður bara að venja sig á að hafa þumlana ekki inni í hringnum.

hahaha svo satt!
Back to top
kjartaantuurbo
Tue Jan 19 2010, 07:29a.m.
Registered Member #194

Posts: 104
er nú líka að spá, þar sem ég er með ónýta öxl v/m, og má voða lítið taka á henni, þannig ég þarf aðeins léttara stýri :/
Back to top
gisli
Tue Jan 19 2010, 10:12a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hin öxlin er í lagi, ekki satt?
Back to top
kjartaantuurbo
Mon Feb 08 2010, 02:15a.m.
Registered Member #194

Posts: 104
gisli wrote ...

Hin öxlin er í lagi, ekki satt?


haha jú, er með bsk súkku. nenni ekki að fara að rústa á mér öxlini fyrir súkku
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design