Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
Björgunarafrekið á Úlfarsfelli 1 júní 2009 << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Mon Jun 01 2009, 12:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eg var ræstur af stað um 2 um nótt af Óla og Agga því einhver nýgræðingur í sportinu hafði fest sig einbíla á Landrover.

Auðvitað getur maður ekki látið landrover eigendur þjást meir svo ég sá mér leik í því að kíkka uppeftir með teygjuspottan og kippa í kjellin ef þú skilur hvað ég á við.


Þarna sést aðeins í flakið, hægra framhjólið var á kafi og botninn allur sestur í drulluna.



Eitthvað verið að finna króka á þessum bíl, ekki var mikið um króka á bílnum. Ég taldi ómögulegt að draga hann áfram vegna þess að framhásingin var á kafi. Því fundum við auga aftan á bílnum, en þess má geta að engir stuðarar eru á Landrover, og krókar eru engir. Þetta pínulitla auga var líka svo þröngt að það þurfti að sérsníða spottan til að koma honum gegn.


Bjargvætturinn mættur.



Teygjuspottinn minn VS hagkaups spottinn. Svona fór þó hagkaupsspottinn hafi verið tvöfaldur, þá var tekinn upp sverari hagkaupsspotti og hann settur gegnum augað á flakinu og svo í teygjuspottan minn, svo var súsí bara gefið allt rauðglóandi botni, í tveimum kippum var landroverinn kominn á þurrt.

Við sögðum í gríni við bíleigandann að hann ætti aldrei að fara út af malbiki nema þá að hafa amk. eina súkku meðferðis.

Eftir á kvaðst hann vilja kaupa sér súkku og tel ég þar með markmiði næturinnar fullnægt.

[ Edited Mon Jun 01 2009, 12:56p.m. ]
Back to top
gisli
Mon Jun 01 2009, 08:20p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Þetta er frækilegt afrek og sýnishorn af hjartahlýju og náungakærleik Suzukijeppaeigenda.
Annars er mér vel við Land Rover, það eina slæma við svoleiðis bíl er að hann er ekki Suzuki. Að vísu margt svipað með þeim tveimur.
Back to top
Aggi
Tue Jun 02 2009, 10:51p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
turbodísel og minnir traktor í akstri svo að þetta er ekki alslæmir bílar
Back to top
Sævar
Mon Dec 14 2009, 06:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er svo skemmtilegt að skoða þessar myndir reglulega. xD
Back to top
EinarR
Mon Dec 14 2009, 06:39p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Snilld
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design