Online

Welcome

Chatbox

Poll

Síðan eitthvað fötluð
Ég er ekki alveg klár á því hvað er að. Sævar útskýrir það kannski.
Gott að minna á SÍS er einnig á facebook. þar væri nú alveg hægt að virkja það eitthvað.
Panntanir á límmiðum geta borist áfram á emailið; einar©sukka.is

Kv. EinarR

EinarR on Thursday 18 November 2010 - 23:24:07 | Read/Post Comment: 11
Hægt að pannta límmiða
Nú er komin pöntunar þráður í almennt spjall á límmiðunum okkar.

Endinlega pannta því það verður ekki hægt að kaupa inn límmiða nema það safnist soldið af pönntunum.

Kv. EinarR


EinarR on Thursday 11 November 2010 - 14:39:34 | Read/Post Comment: 12
NIÐRITÍMI
Jæja súkkarar, súkka.is hefur verið dauð frá því á fimmtudag, einhver bensínstífla að ég held.

Skellti spíssahreinsi á kvikindið og hún datt í gang "eða hitt og heldur"

það hefur gengið á með hamarshöggum og "blái lykillinn" óspart notaður á viðkvæma tölvuíhluti hérna í tölvuverinu sem heitir herbergi mitt á heimili mínu


í fullri alvöru þurfum við að fara að huga að því að færa sukka.is á alvöru netþjón, nú þekki ég svoleiðis þjónustur ekki neitt né hvernig færslan fer fram. Eg veit bara að það kostar en eins og þetta hefur verið undanfarið, að síðan liggji niðri nokkra daga í senn er auðvitað ekki súkkueiganda bjóðandi.

Þekkið þið ódýr en góð netþjónafyrirtæki? Hér á íslandi!?



mbk. Sævar, sem kom síðunni í gang aftur fyrir einskæra heppni(veit ekkert hvernig... en það tókst eftir 2 sólarhringa strögggll)
Sævar on Sunday 31 October 2010 - 11:02:32 | Read/Post Comment: 11
Stökkkeppni
Nú skora ég á þormikla súkkueigendur í stökkkeppni í einhverri af komandi vetrarferðum, staður verður valinn af handahófi og í snjó þar sem lending er mjúk.

Almenningur dæmir svo besta stökkið og verða verðlaun í boði fyrir fyrsta sætið.

Auðvitað verður allt tekið upp á filmu og sent á netið.



Hver þorir? Comment
Sævar on Sunday 24 October 2010 - 19:06:53 | Read/Post Comment: 31
Ferð Laugardaginn 23 Oktober
Nú er komið á almennt spjall, þráður um þessa ferð sem verður farinn næsta laugardag. Vera endinlega með í umræðuni!
EinarR on Sunday 17 October 2010 - 12:30:44 | Read/Post Comment: 4
þetta og hitt
Nú á fundinum í kvöld töluðum við um hitt og þetta.
Meðal annars var ákveðið að við ætlum í ferð 23 okt. Sú ferð verður hugsuð fyrir óbreyttabíla svo að allir geti komið með og öðlast eitthvern grunn í jeppamensku. Meira um þetta ferð síðar.
Nú á næstu dögum set ég einn panntlista á almennt spjall og þar verður hægt að pannta límmiða.
Síðan vanntar okkur að finna stað til að prennta út dagatöl og uppúr því verður hægt að pannta það líka.
siðast en ekki síst. þeir sem vilja geta skráð sig í Súkku símaskrá í almennu spjalli. Hún er hugsuð þannig að við sendum sms á ykkur þegar á að fara í ferð eða halda fundi.

Kv. EinarR
EinarR on Thursday 14 October 2010 - 22:52:35 | Read/Post Comment: 6
Fundur á Fimtudag
Sælir félagar

Nú á fimtudaginn ætla ég að halda fund.
Á fundinum er þetta helst!
-Límmiðar. þar að seiga hver vill kaupa svoliðis með nýrri pöntun.
-Jeppa ferð í lok Oktober
-Kjötsúpukvöld í November og Jeppaferð að henni
-Lífð og tilveran
-Nýliðar. Hugmuyndir af auglýsingum
-Dagatal. Hver vill kaupa svoleiðis

Fá sem flesta á þennan fund og þá helst nýliða

Fundurinn er haldinn í Gjáhellu 7. Gjáhella er í nýja iðnaðarhverfinu í hafnafyrði á móti álverinu. Þeir sem vita um héðinshúsið þá er þetta á móti því. Minn bíll verður fyrir utan með Suzuki fána á toppnum.

Fundurinn byrjar 8 og stendur þar til ekkert er lengur að tala um.

Gott að mæta tímanlega svo að við komumst yfir sem messt.

Kv. EinarR
EinarR on Monday 11 October 2010 - 15:10:38 | Read/Post Comment: 8
Fundur á Þriðjudag
Jæja strákar!

Nú á þriðjudag ætlum við að hittast og spjalla létt um næstu vikur hvað varðar hittinga og hugsanlega ferð. Gaman að heyra líka hvernig mönnum gengur í skúrnum.

Fundurinn verður á þriðjudag klukkan 8, Gjáhellu 7 beint á móti Héðni.

Lítið mál að finna þetta á Já.is

Endinlega láta vita hvort þið mætið hér í komentum

kv. EinarR
EinarR on Tuesday 20 July 2010 - 21:42:40 | Read/Post Comment: 4
Fyrsta sumarferð
Uppúr fundinum kom eftirfarandi.
Við ætlum alveg pottþétt í sumarferð dagana 12 og 13 júni.
Áætlunin er að fara á laugardagsmorgni klukkan 9 frá shell Vesturlandsvegi.
Það var sameiginleg ákvörðun að fara að Langavatni sem er austan við snæfelsnes og er þar af leiðandi ekki afstæð staðsetning fyrir bæði menn úr borgini og utan að landi.
Hér neðst er grein um staðin sem er gott veiðisvæði.

Ferðaáætlun er ekki formleg en það er allavega gert út frá því að við förum héðan þarna um morgun á laugadegi og keyrum að langavatni og hendum upp tjöldum.
Síðan keyra eitthvern spöl og skella sér svo í tjaldbúðir og snæða grillmat. ekki er nú komið á hreint hverjir ætla að koma með grill svo ef eitthver bíður sig fram í að taka með slíkan búnað er það algjör snilld.
Þá væri hægt að koma á móti þannig að ef þú kemur ekki með grill kemuru með kol eða eitthvað í þá áttina. Við ætlum ekki að hafa sameiginlegan grillmat þar sem þetta getur orðið frekar dreifður hópur en ekkert að því að tala sig saman.

Síðan eftir langa og skemtinlega kvölstund ætlum við að leggja okkur og vakna mis góð.

Á sunnudeginum ætlum við síðan eitthvern útúrdúr og enda svo í bænum.

Ef menn vita eða þekkja til þarna á svæðinu. Þar að seiga vita um slóða eða eitthverjar torfærur eru allar hugmyndir kærkomnar.

Ferðin er ætluð öllum og óbreittir suzuki jeppar ættu að rúlla þessu upp með annari.

Ef ske kynni að veður hamli eitthvað ferðaáætlun förum við í laugafell og halda okkur við svipaða ferðaáætlun og hér seigir. Sama með færð við miðum útfrá því að allir geti komið með í ferðina.

Endinlega koma með fyrirspurnir og fylgjast með gangi mála inni á spjalli/hittingar og gera sem messt úr þessu.

Einnig má nú alveg taka það fram að þetta er ein af mörgum ferðum sem við viljum taka í sumar svo að ef fólk kemst ekki núna er um að gera að mæta bara í þá næstu.

http://www.veidikortid.is/?PageID=24

Með von um góða mætinu EinarR
EinarR on Thursday 03 June 2010 - 22:15:32 | Read/Post Comment: 4
Fundur um sumarferð
Sælir hálsar!
Nú á fimmtudag skulum við hittast heima hjá mér og ræða fyrirhugaða sumarferð.
Sumarferðinn er tilvalinn fyrir lítið og algjörlega óbreitta bíla svo það væri flott að fá sem flesta.
Á fundinum ætlum við að ræða hvert ferðinni er heitið og sýna staðina á korti.

Gaman ef sem flestir gætu látið sjá sig og við reyndum að gera sem messt úr þessum fundi þar sem það er ekki mikið orðið um hittinga hér á spjallinu.

Fundurinn verður semsagt í mínum heimahúsum að Vorsabæ 13 sem er í árbænum klukkan 8 að íslenkum staðaltíma.

Látið orðið berast
með von um góða mætingu EinarR
EinarR on Tuesday 01 June 2010 - 19:46:53 | Read/Post Comment: 2
Go to page  1 2 3 [4] 5 6 7 8

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.