Online

Welcome

Chatbox

Poll

Árshátíðarferð

Ákveðið var í gærkvöldi, eftir nokkurt þref og humm og jaml og japl, að halda í óbreytta ferðaáætlun. Því hefur verið ákveðið að treffpunktur verði á Olís við Rauðavatn kl 8:00 þann 20. júní nk. og að lagt verði af stað eigi síðar en skömmu síðar. Þá verður ekið inn í Landmannalaugar um Dómadal og þeir sem vilja fá sér sundsprett. Ef áhugi er fyrir því er hægt að grilla pullur (pyllur) eða eitthvað annað í hádegismat. Gera þarf ráð fyrir að borga aðstöðugjald sem er 400kr fyrir þá sem nýta sér sturtur eða grill.
Síðan er ráðgert að halda sömu leið til baka og slá upp tjaldbúðum í Lambhaga (suð-vestan við Búrfell) en þar er prýðilegt tjaldstæði sem er ókeypis í þokkabót.
Þá verður um kvöldið sameiginlegur kveldmatur og mun Helga Kol sjá um innkaup
gisli on Wednesday 17 June 2009 - 09:54:55 | Read/Post Comment: 8
Fundur fyrir helgarferðina
Fundur verður haldinn í aðstöðunni að Kleppsvegi þann 16 júní kl 8.

Nánari uppl. um staðsetningu er hægt að fá hjá gildum meðlimum, og mér í síma 8458799.

Æskilegt væri að allir þeir sem í ferðina ætla mæti á fundinn og tilgreini þar hvort þeir verði með í hóp-mat eða komi sjálfir með mat.

Á fundinum verður ýmislegt ákveðið svo sem klukkan hvað og hvorn daginn skal leggja af stað, hvar skal gista og hvaða leiðir verða farnar í nágrenni dvalarstaðar.

Langbest af öllu væri að fá heildartölu þeirra sem mæta þannig þó svo farþegar mæti ekki á fundinn viti bílstjóri amk. hve marga farþega hann hefur svo við vitum hvað þarf að sjá fyrir.


kv. Sævar.

Fundur 16!!


olikol
Fyrir þá sem ekki vita hvar kleppsvegurinn er, þá er þetta í kjallaranum bakvið Adam&Evu. Á móti Holtagörðum hinum megin við Sæbrautina.

Kort af staðnum
Sævar on Thursday 11 June 2009 - 11:33:15 | Read/Post Comment: 1
Allt að gerast hjá okkur
Góða kvöldið súkkumenn, við minnum á að nú er hægt að heimsækja síðuna gegnum http://sukka.is



[ Read the rest ... ]
Sævar on Monday 01 June 2009 - 22:38:38 | Read/Post Comment: 2
Opnun nýrrar heimasíðu Súkkuklúbbsins á Íslandi
Góða kvöldið. Ég kynni með stolti nýja vefsíðu Súkkuklúbbsins á Íslandi.

Gamla síðan var heldur einhæf og "dauð" og því samsvarandi stækkun klúbbsins og áhuga á útbreiðslu höfum við ákveðið að opna þennan nýja vef.

Þar af leiðir að þessi vefur verður betur útlistaður, hér verður virkt spjallborð, fréttir uppfærðar reglulega og ekkert lát gefið á hvort sem um krapa- eða harðfennistíð er að ræða!

Hugmyndir eru uppi um að hafa á vefnum upplýsingatorg, þá bæði þar sem meðlimir klúbbsins geta kynnt sig og sína bíla, auk þess sem vettvangur fróðleiks um þessa tilteknu bíltegund myndast.
ADMIN on Tuesday 28 April 2009 - 20:16:07 | Read/Post Comment: 5
Go to page  1 2 3 4 5 6 7 8

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.