Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Gísli Sverrisson << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
gisli
Sun Sep 20 2009, 12:48p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Jæja, maður má ekki trassa það lengur að kynna sig:

Ég heiti Gísli Sveri Sverrisson og er 25 ára Reykjavíkursnáði.
Eignaðist fyrstu súkkuna 18 ára gamall, var þá búinn að láta mig dreyma um súkku í nokkur ár. Þá varð ekki aftur snúið og ég held að þær séu orðnar 6 samtals (+ eina sem var slátrað í varahluti).
Svo á ég líka tvo kornunga og upprennandi súkkuaðdáendur sem eru tryggir kóarar í súkkuferðum.
Mér var heimiluð innganga í klúbbinn í góðærinu 2007, enda "hraðlyginn, málhaltur og ábyggilega Framsóknarmaður" að sögn Ingólfs formanns.
Hérna eru nokkrar myndir sem ég fann:

Fyrsta súkkan mín, hún Súzý, fékk yfirhalningu og var máluð í felulitum til að svekkja síður Patrol eigendur sem hún brunaði iðulega framúr á fjöllum. Að vísu fór hún sjaldan á fjöll því hún endaði ævi sína aðeins 2 mánuðum eftir að hún var tekin í notkun, féll fyrir hendi óharðnaðs unglings sem hafði sloppið í gegnum bílprófið án þess að vita að maður ætti að stoppa á rauðu ljósi. Svei!

Næst var það Suzuki Jimny sem ég eignaðist óbreyttann og breytti fyrir 33" dekk með aðstoð aldraðs föður míns. Hún stóð sig vel og fékk að reyna ýmislegt, t.d. nokkrar Langjökulsferðir. Frábær bíll fyrir utan að svampurinn í sætunum var að gera mig brjálaðan. Hefur einhver lent í því?

Næst á dagskrá var þessi þeysireið frá Neskaupsstað, á 36" gúmmíum og með B21 Volla innanborðs. Held að hásingarnar hafi verið orginal. Gerði því miður lítið með þennan bíl nema að skipta um gólfið afturí honum því að það var nánast horfið í ryði.

Svo var það Gamli Sorrí Gráni sem upphaflega var í eigu Orkubús Vestfjarða, keypti hann bilaðan og græjaði, hann var góður á meðan hann entist en var loks slátrað í þágu vísindanna (og varahluta).

Að lokum er það hún Solla sem ég eignaðist í febrúar á þessu ári. Hún var þá óbreytt og hafði verið í eigu sömu konunnar frá upphafi, í fínu standi fyrir utan svoldið ryð. Þrumaði henni á 33" með hjálp góðra og örlátra manna, setti Rock-lobster í millikassan og stendur breytingakostnaðurinn með bílverðinu inniföldu nú í 50.000kr.

Eina á ég í viðbót sem stendur til að gera upp, það er óbreytt díselsúkka sem á að vera óbreytt áfram, enda bara fjölskyldusnattari.
Kveðja,
Gísli

[ Edited Sun Sep 20 2009, 12:55p.m. ]
Back to top
birgir björn
Sun Sep 20 2009, 04:38p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
helvítis svampurinn! eg er buin að eiga 4 jimny með þetta vandamál, og var ýmislegt reint til að laga
Back to top
olikol
Sun Sep 20 2009, 05:23p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
FLOTT. veistu hvað varð um þennan gula fox. ég er ekki frá því að hafa séð hann útá geymslusvæði í hafnarfirði?
Back to top
Aggi
Sun Sep 20 2009, 05:46p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
Þessi óharðnaði unglingur sem slapp í gegnum bilprófið án þess að vita að stoppa skildi á rauðu ljósi. Var það þú????
Back to top
birgir björn
Sun Sep 20 2009, 05:51p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
það er eins bíll útá geimslusvæði,
Back to top
Sævar
Sun Sep 20 2009, 05:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Aggi wrote ...

Þessi óharðnaði unglingur sem slapp í gegnum bilprófið án þess að vita að stoppa skildi á rauðu ljósi. Var það þú????


Var það óli?
Back to top
gisli
Sun Sep 20 2009, 06:46p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sko... gula seldi ég aftur austur á firði, á Reyðarfjörð, þannig að hann gerði lítið annað í minni eigu en að aka í bæinn og aftur austur.
Óharðnaði unglingurinn var svo sannarlega ekki ég, þá hefði ég ekki átt annan kost en að fremja Harakiri á staðnum heiðursins vegna. Sem betur fer var það ekki Óli heldur.
Back to top
Sævar
Sun Sep 20 2009, 07:00p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=21556&g2_serialNumber=1

æjjj æjjh ó óóó
Back to top
gisli
Sun Sep 20 2009, 07:49p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Já, sorglegt.
En gaman að geta þess að þessi bíll var seldur með meiri hagnaði en nokkur hömmerdrusla í góðærinu, þrátt fyrir að hann væri klesstur þegar ég losnaði við hann var "álagningin" um 2000%
Back to top
Hafsteinn
Sun Sep 20 2009, 07:53p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Drullu svalur foxinn á neðstu myndinni...
Áttu hann ennþá?
Back to top
gisli
Sun Sep 20 2009, 08:34p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Jámm, það er nú reyndar Samurai. En kartöfla, kartafla þú veist...
Back to top
Hafsteinn
Sun Sep 20 2009, 08:37p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Jú einmitt.. þig vantar ekkert að losna við hann? haha
Back to top
gisli
Sun Sep 20 2009, 08:42p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hann er mögulega til sölu fyrir stjarnfræðilega ósanngjarnt verð.
Back to top
Hafsteinn
Sun Sep 20 2009, 08:46p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Haha.. þá það.. =) ég skal kaupa hann á stjarnfræðilega sanngjörnu verði haha..
Back to top
Sævar
Sun Sep 20 2009, 08:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef þessi bíll selst verður grannt fylgst með honum og það er eins gott að þú stoppir á rauðu ljósi Hafsteinn, annars sko......
Back to top
Hafsteinn
Sun Sep 20 2009, 08:52p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Heyrðu algjörlega! Og allar ferðir klárlega.. haha
Back to top
Hafsteinn
Sun Sep 20 2009, 09:34p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
En allavega, ef þið vitið um einhvern fox/samurai fyrir lítið, þá megiði eeeendilega láta mig vita.. sárvantar eitthvað kvikindi
Back to top
olikol
Sun Sep 20 2009, 10:26p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Ég veit um,einn rauðan samurai á Hvammstanga, númeralausan. líklega svona '91 árg, ef svo þá er hann með throttle-body
Back to top
Hafsteinn
Sun Sep 20 2009, 10:55p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Veistu eitthvað um hann? Falur? Verð? Ástand?
Lumaru á myndum? =)
Back to top
Sævar
Sun Sep 20 2009, 11:05p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég mæli með að þið færið ykkar umræðu hingað

http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?929.0#post_958

til að fylla ekki þráðinn hans Gísla.
Back to top
EinarR
Thu Oct 15 2009, 02:22p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
LOL á þennan klesta
Back to top
gisli
Thu Oct 15 2009, 05:35p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mér var ekkert LOL í huga þegar þetta gerðist
Back to top
jeepson
Sun Dec 13 2009, 04:39p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
ég sá súkkuna sem þú átt þarna sem er með fánanum aftan á. sá hann út á kársnesi eitt kvöldið. rúllaði upp að hliðini á honum og dáðist af honum. meir að segja félaga mínum þótti hún ansi flott.
Back to top
gisli
Sun Dec 13 2009, 06:33p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það stemmir. Hann er á leið í yfirhalningu von bráðar, bölvaður tíminn er alltaf af skornum skammti.
Back to top
gisli
Sun Dec 13 2009, 06:34p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það er reyndar ekki rétt hjá mér, það er nóg af tíma og það kemur alltaf meira af honum.
Back to top
jeepson
Sun Dec 13 2009, 08:11p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
já er það ekki. mér lýst hellvíti vel á hann hjá þér. það er bara eitthvað við litin og alt sem gerir hann alveg ógeðslega flottan
Back to top
gisli
Tue Jan 19 2010, 01:47p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Haldið ykkur fast!


[ Edited Tue Jan 19 2010, 01:49p.m. ]
Back to top
EinarR
Tue Jan 19 2010, 01:56p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Þetta er nett!!
Back to top
atlif
Tue Jan 19 2010, 02:29p.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
geðveik litasamsetning!!
Back to top
birgir björn
Tue Jan 19 2010, 03:47p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
GEEÐVÐEKT GÍSLI!!
Back to top
stebbi1
Tue Jan 19 2010, 04:39p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Líst vel á þetta rúllaður eða sprutaður? hvaða málningu notaðiru?
Back to top
gisli
Tue Jan 19 2010, 04:53p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það stóð til að sprauta en svo óx mér það í augum og hafði ekki nógu góða aðstöðu til þess heldur. Endaði því með að rúlla og er bara helsáttur. Það eru komnar 3 umferðir á flesta fleti, talsvert lagt í undirvinnu líka svo það er von til þess að hann breytist ekki í járnoxíðryk alveg á næstu árum, sem er gott mál og plástur á sálina.
Lakkið er Bengal vélalakk úr Húsasmiðjunni, sá svarti er fullmattur og var til þannig en sá græni er blandaður eftir litaspjaldi, valinn af stelpu svo ég yrði mér ekki til skammar ef eitthvað myndi ekki "tóna" rétt saman (hvað sem það þýðir).
Svo á eftir að mála nýja kanta sem fara á hann, er að velta vöngum yfir stuðurunum, þeir eru svosem fullhannaðir en vandinn liggur í að finna efnið í þá ókeypis (gefins eða stolið).
Ef einhver veit um, þá langar mig í hringlaga innfelld afturljós ódýrt, gæti verið til í Bílasmiðnum því maður sér þetta á rútum og svona, en ef einhverjum dettur í hug bíll sem hægt væri að finna í Vöku eða eitthvað svoleiðis, þá eru hugmyndir vel þegnar. Það eina sem ég hef rekist á eru afturljós (þokuljós) af Lexus og það er alltof dýrt í þessa útgerð.

[ Edited Tue Jan 19 2010, 05:18p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue Jan 19 2010, 05:23p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
vá ég er búinn að hlæja mikið af þessari lita samsetningu. Þetta er bara drullu töff. Hún solla er aldeilis búin að fá makeup. en á ekkert að mála vélasalin neitt? Þessi bíll á eftir að verkja atyggli í umferðinni. En hvernig er þetta að koma út svona rúllað? verður það ekkert ljótt?
Back to top
Hafsteinn
Tue Jan 19 2010, 06:21p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
jeepson wrote ...

En hvernig er þetta að koma út svona rúllað? verður það ekkert ljótt?

Ef þú gerir þetta rétt og vel, þá verður það bara alveg eins og eftir sprautun..

Annars er þetta aðeins of töff hjá þér Gísli, ég er að fíla þennan lit í rifur!!
Back to top
jeepson
Tue Jan 19 2010, 06:35p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hafsteinn wrote ...

jeepson wrote ...

En hvernig er þetta að koma út svona rúllað? verður það ekkert ljótt?

Ef þú gerir þetta rétt og vel, þá verður það bara alveg eins og eftir sprautun..

Annars er þetta aðeins of töff hjá þér Gísli, ég er að fíla þennan lit í rifur!!


Já ég hef heyrt að það sé einhver ákveðin tegund ag rúllu sem maður notar í þetta til þess að þetta líti út fyrir að vera sprautað. En þetta er allavega svakalega flott lita samsetning. Það verður gaman að sjá þetta þegar bíllinn verður tilbúinn.
Back to top
Sævar
Tue Jan 19 2010, 06:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég held þetta gerist ekki mikið betra, þið Birgir Björn eruð hetjur.
Back to top
elliheimili
Tue Jan 19 2010, 07:13p.m.
Registered Member #227

Posts: 27
Mikði andskoti lýst mér vel á þetta meikóver. Það kemur sérstaklega vel út að að mála á hann topp þetta er snilld...
Back to top
EinarR
Tue Jan 19 2010, 07:19p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Gísli hvað sást þú bíl sem lítur svona út,nema hann var með plasttopp?
Back to top
hilmar
Tue Jan 19 2010, 07:53p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Það er ein breyting á bílnum sem sést, sá sem verður fyrstur að sjá það fær knús frá mér og ef það verður Aggi þá verður það knús og sígarettupakki
Back to top
olikol
Tue Jan 19 2010, 08:29p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Búið að færa bensíntank áfyllinguna
Back to top
EinarR
Tue Jan 19 2010, 08:31p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
haha.. djö. ég vissi að það stæði fyrir!
Back to top
stebbi1
Tue Jan 19 2010, 08:49p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
mér fannst þetta eithvað skrítið líka hehe. til hver var hún færð? en það er nú í fínu lagi að rúlla svona jeppa ég þarf einmitt að fara henda umferð á minn
Back to top
jeepson
Tue Jan 19 2010, 09:28p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
En hvernig er það? varstu nokkuð að horfa á pimp my ride þegar þér datt þessa lita samsetningu í hug? Þetta svona einmitt útí þeirra stíl fynst mér. En klárlega töff. Ég hugsa að þetta hefði ekki orðið eins flott ef þú hefðir ekki málað toppinn svartan. annars hlakka mér bara til að sjá myndir af honum þegar hann verður orðinn alveg tilbúinn
Back to top
Sævar
Tue Jan 19 2010, 09:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Kemur 0,5l meira á tankinn með þessu lengra röri
Back to top
hilmar
Tue Jan 19 2010, 10:00p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Óli fær knús. Ef þið skoðið neðstu myndina (af Sollu) í kynningunni sjáið þið af hverju þetta var fært

[ Edited Tue Jan 19 2010, 10:10p.m. ]
Back to top
stebbi1
Tue Jan 19 2010, 10:17p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Það eru svona ruddalegir kanntar á henni
Back to top
Sævar
Tue Jan 19 2010, 10:28p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Stendur til að hækka bensíntankinn eða setja hann í skottið eða hvað er að frétta
Back to top
Ingi
Tue Jan 19 2010, 11:26p.m.
6x6 suzuki
Registered Member #51

Posts: 88
Rosalega kemur þessi litasamsetning lúmst vel út
Back to top
olikol
Tue Jan 19 2010, 11:37p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
mér finnst þetta einmitt vera súkkuandinn. Hafa jeppana í soldið frumlegum og áberandi litum, eins og margir gera í útlandinu.


(er strax farinn að sjá eftir því að hafa sprautað mína svarta)
Back to top
jeepson
Tue Jan 19 2010, 11:48p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þú getur altaf breytt um lit Óli. En já um að gera að hafa þetta svona þannig að þetta skeri sig aðeins úr. svo er líka altaf gaman að vera öðruvísi en aðrir. Kanski ég sprauti hana suzie mína bara innan píku bleika. nei segi svona. Ég hugsa að ég haldi mér við þetta með cammo munstrið. Annars sé bara til.
Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design