Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Sidekick Vandamál allir að kíkja << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
sonur
Tue Oct 12 2010, 10:49a.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Sælir

var að versla mér XJ vitöru þennan hvíta


Ég er búinn að lagfæra megnið í vélarríminu í bílnum, kominn í gang og gengur á öllum eins og fagur fákur ný
kveikjustilltur en við duglega inngjöf kokar rellan og vill ekki fara ofar í snúningum, vélarljósið logaði og tók ég sogskynjarann
úr sambandi og blés úr honum drulluna sem var þar komin, vélarljósð fór og gangurinn batnaði um muna en
kokar enn við mikkla inngjöf og vill ekki ofar í snúningum..

Hefur einhver annar lent í svipuðu?? hann gegnur fott hægaganginn og ef ég lauslega stend bensingjöfina uppí snúninga failar ekkert en ef é stíg of mikið á gjöfina þá bara kokar hann og stendur í stað á snúningum...

hvað gætir þetta verið? það sem ég fann á netinu sem gæti orsakað köfnum er
Vantar jörð einverstaðar
vantar jörð við tölvu
vantar jörð við kveikju
sogskynjarinn bilaður
spjald stöðu skynjarinn vitlaus eða bilaður TPS skynjari á ensku

Var eitthvað um að pústskynjarinn gæti orsakað littlar gangtruflanir en það er einginn skynjari í pústinu hjá mér, allavega sá ég hann ekki, það eru massífar flækjur á mótornum 4-1 dæmi ætti að spýtast áfram þegar hann er góður.

HELP

Kv. Ég


[ Edited Mon Oct 18 2010, 08:14a.m. ]
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 05:36p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Einginn??

á ég að trú því að ég fái meiri hjálp af google en ykkur Suzuki unnendur?
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 05:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Bensíntankurinn í þessum bíl er frá mér, hann er ónýtur. Prufaðu annan, eða prufaðu að leggja dæluna ofaní brúsa fullan af bensíni og keyra þannig. Þetta lýsti sér NÁKVÆMLEGA svona hjá mér með þessum bensíntank meðan ég var með hann, snarhætti þegar ég fékk mér nýjann.

Þessi tankur er bæði skítugur að innan þannig grófsían á dælunni sogar sig saman og stíflast og vélin fær ekki bensín, svo er tankurinn líka beyglaður saman(sogaður saman) þannig dælan er kýld í botninn á honum
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 05:46p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps pústskynjarinn í þessum bíl hefur engin áhrif á ganginn í honum fyrr en hann er orðinn alveg heitur.

Ef það vantaði jörð myndu ljósin í mælaborðinu vera dauf. Og tölvan mundi brenna.


Þetta ER bensínvesen ég er 99.99999% viss um það.

Ef þú vilt sannreyna það þá geturðu sett mæli framaná spíssalögnina og leitt hana inn í bíl, brunað svo af stað og sett í þyngsta gír og staðið gjöfina, ég þori að veðja að bensínþrýstingurinn fellur niður í 10psi eða minna(eins og hann gerði hjá mér) sem orsakar kraftleysi, og kok,(missir jafn mikið afl á öllum cylindrum).



Bara mín 2 cent vona að ég meiki meiri sens en google, google er lygalaupur og tilviljanakennt ef það kemur að gagni í bilanagreiningu bíla.
Back to top
hobo
Thu Oct 14 2010, 05:47p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Var að skoða breytingaþráðinn þar sem þessi bíll var í vélaskiptum.

http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?5870

og rakst á þessa mynd af flækjunum, er skynjarinn ekki þarna?

Back to top
hobo
Thu Oct 14 2010, 05:50p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 06:56p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Já takk fyrir þetta sævar og hobo

Ég er búinn að vera á föstu með Brynjari sem breytti súkkunni frá því ég keypti bilinn og hann talaði jafnan um þenna bensíntank, þannig það er komið spurningarmerki við hann því þetta er alveg fruðulegt hvað hann missir bara allan kraft við smá inngjöf, en sævar gastu eitthvað keyrt bílinn þinn þegar þetta byrjaði hjá þér? ég get ekki farið hærra en 2gír því ég kemst ekki hraðar

ég var búinn að leggjast þarna undi rbilinn ég hef bara blindast af sólinni sem kom niður í húddið og á mig því ég sá ekki skynjarann þarna

[ Edited Thu Oct 14 2010, 06:59p.m. ]
Back to top
hobo
Thu Oct 14 2010, 07:03p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég á pústskynjarnann til fyrir þig á 5000 kall en hann kostar yfir 30 þús í umboðinu.
Ég á ekki til sogskynjarann.
En bensíntankinn og dæluna má líklega skoða fyrst miðað við lýsinguna.
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 08:05p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
En getur það virkilega verið að tankurinn sé að valda þessu?

samkvæmt brynjari þá þreyf hann tankinn mjög vel áður en hann var settur í bilinn og fékk nýlega bensíndælu úr almeru sem að hans sögn dælir 37psi
-40psi það ætti að vera nóg fyrir þessar 1600cc rellur. Og að hans sögn þá gékk billinn fínt þegar hann gangsetti hann,en kokaði alltaf uppað 3000sn svo fékk hann fullan kraft eftir það, svo einn daginn bara dó hann og svo seldi hann sukkuna.

NÝTT: ég fór uppí skúr aftur í dag og setti bílinn ótalsinnum í gang og keyrði mörgum sinnum upp og nður götuna og ekkert vélarljós kom, þannig skynjarar eru allir OK held ég.

En að hann sé að kafna svona lýsir sér nákvæmlega svona:

Að taka á stað: fitla við bensíngjöfina þangað til kúplingin tekur við um leið og það er afstaðið og gjöfin er snert örlítið meir þá bara kafnar hann, svo sleppir maður í það sama og maður var að fitla við hann þá er hann ok en fer ekkert hærra í snúningum því maður er ekkert að gefa honum neitt bensin, svo leifi ég bilnum að keyra svona smá spöl og vinna sig upp um nokkra snúninga ánþess að snerta gjöfina neitt meir sleppi gjöfinni og skipti svo í 4000sn í 2gír, og billinn hikstar þegar ég snerti gjöfina aftur eftir gírskiptin og dettur niður í 1400sn eftir gírskipin og aftur þarf ég að vinna hann upp í snúningum tilþess að skipta í 3gír nema það tekst ekkert hérna innan bæjar og ef ég snerti hana meira en 10% þá bara kokar hann.

þetta hljómar eins og það dauðvanti jörð við kveikjuna því ef ég held gjöfinni bara inni þá heyri ég hann bara sprengja í gegnum flækjurnar þegar hann kokar svona. en þá er eins og það vanti meira bensín.

cheack 1. athuga með jörð
cheack 2. fara svo í tankinn ef jörð er OK.

Veit einhver um tank í þennan bil??
Back to top
hobo
Thu Oct 14 2010, 08:19p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þegar ég keypti minn var hann alveg eins og þú lýsir. Fyrri eigandi sagðist hafa sett aðra notaða kveikju í en bíllinn lagaðist ekki. Þegar ég fór að vinna í bílnum byrjaði ég að skipta um bensínsíuna en hún var KOLstýfluð. Eftir það prófaði ég bílinn en hann var samt langt frá því að vera góður. Þá fór ég að pæla í kveikjunni og komst þá að því að sú "nýja" hafi verið sett vitlaust á sinn stað svo það skeikaði einni tönn á tannhjólinu. Eftir þetta hefur hefur hann gengið eins og klukka. Upphaflega hefur þá bensínsían verið að hrekkja fyrri eigandann.
Svo núna er það ný pæling, ef bensíntankurinn og dælan er í lagi og kveikjan rétt.
Er búið að skipta um síuna nýlega?
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 08:49p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Já ný bensínsýa var sett í ásamt eitthvað af nýjum háþrýsti leiðslum fyrir háþrýsti bensíndæluna, en í sambandi við þessu einu tönn sem gat skeikað, ef þú settir sveifarásinn á TDC semsagt á "0" <-núll og opnaðir kveikjulokið hvar var hamarinn staðsettur hjá þér ef þú notast við klukkuna?

Eins og ég gerði þetta og tók mig góðan tíma að fatta þetta loksins á teikningum, að þá setti ég sveifarásinn á "0" og opnaði kveikjulokið sem var nýtt BTW ásamt hamar sem er líka nýr, að þá snéri hamarinn klukkan 4 og þurti ég þá að taka kveikjuna úr og snúa hamarnum þannig að hann færi inní heddið klukkan 1 og hann snýst svo um 4tennur þegar maður setur kveikjuna aftur inn og þá snéri hamarinn til klukkan 11 og þegar ég startaði honum svo þá sló hann 3421



Hérna er mynd af kveikjulokinu með merkingum hvar kveikjuhamarinn var þegar hann var á "0" og byrjar klukkan 1. svo færir maður hann yfir á klukkan 11 og voila, svo bara stoppa tölvuna af með að flýta kveikjunni í gangi og stilla rétt sjálfur og klappa tölvunni svo á bakið.

[ Edited Thu Oct 14 2010, 08:50p.m. ]
Back to top
hobo
Thu Oct 14 2010, 09:14p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þú ert greinilega meira inní þessu en ég hehe.
Ég bara tók eftir því hvernig vélin gekk betur ef ég snéri kveikjunni alveg til hliðar. Þannig að ég færði um eina tönn og þá þá gekk vélin vel með stilliboltann fyrir kveikjuna í miðjunni.
Back to top
hobo
Thu Oct 14 2010, 09:17p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Svo minnir mig að kveikjuhamarinn geti snúið á þrjá vegu, sem mér finnst soldið spes. En hvað veit ég, ekki er ég bifvélavirki hehe

[ Edited Thu Oct 14 2010, 09:18p.m. ]
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 09:49p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Núnú þarna kom eitthvað sem ég gat ekki, kveikjan hjá mér er næstum alveg uppbið heddið semsagt boltinn sem heldur kveikjunni er komin lengst til hægri á kveikjunni og er í 8gráðum hjá mér í hægagangi heitur! samt er ég buinn að prófa að færa kveikjuna um eina tönn í heilan hring og hann virkar bara á þessari tönn hjá mér

Hérna fann ég allavega eitthvað um kok eða "Bogging"

A Bad TPS. (will cause a mini bog and will correct by it's self as the Map/MAF catched up to the real air flow )
IF the bog is tiny and corrects, the TPS is suspect.
if the bog is long and continous , suspect fuel pressure.
if the bog happes as WOT, wide open throttle , up hill , then fuel pressure is #1 top suspect !
Clean the MAF on 16v cars. testing it is very hard , so if fuel pressure is good (with a real guage ) then suspect that.

en ég þarf greinilega að kíkja á kveikjuna einu sinni enn þvi skrúfan á kveikjunni er als ekki miðjunni hjá mér
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 09:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
strákur, sonur, whatever, ég er að segja þér það, taktu dæluna út tanknum, skoðaðu tankinn að innan persónulega, hann er fullur af skít sem losnar EKKI, ég er búinn að prufa allt, hann losnar að vísu með bensíni en í litlu magni, þó nógu miklu til að það stífli grófsíuna undir dælunni og að lokum bensinsíuna sjálfa.

Það sem þú átt að gera núna er að taka þessa dælu úr, eða finna aðra svipaða og tengja BEINT inná fuel railið, engin sía ekkert nema dæla sem er í lagi, setur HREINT ferskt bensín inn í dauðhreinsaðann bensínbrúsa(5l brúsi dugar)

leggur háþrýstilagnir fram og til baka í brúsann og prufar að aka smá, ég þori að veðja, nánast til í peningaveðmál hérna að hann á eftir að ganga eins og klukka eftir það. Alveg þangað til þú tengir dæluna gegnum þennan ógeðslega tank aftur, ég gafst upp á honum og gaf brynjari til að hann gæti reynt að þrífa sem ég reyndar veit ekki hvernig tókst, en miðað við það sem ég reyndi, gufuþvottur = fail háþrýstiþvottur = fail saltsýruleginn í 2 daga og skrúbbaður að innan og svo háþrýstiþvottur = fail allskyns sápur og leysiefni = fail

Endaði á því að finna mér annan tank og mín súkka hefur ekki slegið feilpúst síðan, fyrr en um daginn þegar tankurinn bilaði að annari óviðkomandi ástæðu.

óþarfi að þrjóskast áfram í öðrum hlutum þegar miklar líkur eru á að þetta sé ástæðan.
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 09:53p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
í hvor áttina snériri þá þessi tönn á kveikjunni? klukkuhringinn eða öfugan?
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 09:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Kveikjan getur snúið á jafn marga vegu og tennurnar á öxlinum eru, man ekki í augnablikinu, þú stillir kveikjuna þannig þú stillir vélina retta á tíma( 1 í toppi) og þá á kveikjuhamarinn að vera að koma að 1 kertaþræði.

þú getur ekki notað kveikibyssu á þessa vél því hún er með elektróníska kveikjuflýtingu NEMA með þeirri undantekningu að þú kunnir að fara inn í OBDII tölvu og slökkva á flýtingunni og nota svo kveikibyssu.

Tölvan í súkkuni gerir sirka 20 mælingar á sekúndu af bæði sveifarásskynjara, hitaskynjara, loftflæðiskynjara ofl og ákvarðar bestu mögulegu tímastillingu við hvaða snúning sem er.

og er meira að segja svolítið gróf í því þar sem þessar vélar eru ekki með bankskynjara eins og flestar nútíma vélar
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 10:06p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Ok ég skal þá athuga þennan tank, en hvurslags ógeð er í þessum blessaða tanki að eftir allan þennan þvott hafi hann ekki verið nothæfur?! allavega, veistu um anna tank í þennan bil sem passar eða þarf ég að sjóða í nýjan?

Ég kann að stobba flytinguna á kveikjunni í gegnum tölvuna og tíma stilla svo með bissu, en afhverju eru þessar blessuðu vélar með MAF skynjara? MAP er svo mikklu betra, ég er alvarlega að spá að svappa rafkerfum fyrir Toyotu rafkerfi hehe hata MAF!!! það er ekki einu sinni hægt að túrbovæna þessar rellur
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 10:20p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Eitt enn herna sævar

Kokaði billinn svona hjá þér lika þegar þú varst bara stopp og varst í hægagangi og gafst honum inn??
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 10:34p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Nei bara undir álagi, gat þanið hann svolítið í hægagang en hann fór aldrei upp úr 3 gír, var n.b. einusinni 3 klukkutíma að fara frá auðnum á vatnsleysuströnd og heim til mín í hafnarfjörð vegna þess að bíllinn hreinlega drap á sér á 5 km fresti þá stíflaðist þessi grófsía alveg gjörsamlega pakkfylltist, svo virtist eitthvað losna um hana ef maður svissaði af og beið nokkrar mínútur

en hann var alltaf kraftlaus og kokandi áður
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 10:37p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
MAF sensor er eiginlega standard í bílum frá þessum tíma, og með vissum leiðum er ekkert mál að komast hjá honum til að túrbovæða vélina. Enda hefur það margoft verið gert með góðum árangri.

Skil ekki hugmyndina bakvið að setja toyotu rafkerfi í þetta, súkkurafkerfið er alveg nógu vel sett upp og fallega frágengið(orginal amk.) og þægilegt við það að eiga hvað varðar bilanagreiningu ofl.

Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 10:42p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
jú gott ef ekki var stundum gekk hann ekki einusinni hægaganginn, og ekki möguleiki að þenja hann álagslausann, en það var líka bara rét áður en eg gafst upp og fekk nýjan tank

það er nánast ómögulegt að finna tanka í þessa bíla, það er ekki sama fyrir 93, þarf að vera úr 16v 1600 vél og úr 2 dyra bíl.

næst ætla ég að smíða tank í bílinn sem er stærri sbr. boddíhækkun...


eg veit ekki hvaða drulla er inní tankinum en þetta líkist helst ryði
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 10:46p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
já já ég var bara að grínast með rafkefið, kann ekkert á sukkur bara Toyotur

en með þetta kok, þó svo billinn hjá mér sé skítkaldur og í fyrsta starti með hann í handbremsu og í lausa gangi stýg örlitið á bensinið þá bara kokar hann strax þannig þetta finnst mér bara ekki geta verið tanknum að kenna alfarið en kannski að hluta, ég er að læðast að jörð i kringum kveikju í augnablikinu, hljómar nákvæmlega eins og 240sx nissaninn minn gerði í forðum þá var laus jörð fyrir aftan kveikjuna á heddinu sem hafði gleymst að herða og vírinn bara hékk á bláþræði. það lýsti sér einmitt nákvæmlega eins og gerir hjá mér nú.

og svo auðvitað getur kveikju helvitið ennþá verið vitlaus hjá mér þar sem ég kemst ekki nær heddinu með hana...

takk fyrir hjálpina hingað til strákar, læt ykkur vita á morgun hvernig fer.

To Be Continued....... múhahaha
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 10:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þetta með tankinn var alltaf vandamál og verður mjög líklega alltaf vandamál þangað til úr því er leyst. Mæli með að þú byrjir á því, það eru fáar jarðir á súkkunni og þær gegna allar mörgum hlutverkum, það er t.d. jörð milli soggreinar og kvalbaks, ef hún er í ólagi þá virkar ekki relay fyrir bensíndælu.

Eg myndi ekki hafa stórar áhyggjur af jörðum nema þær hreinlega hangi lausar. En þá eru líka 70% líkur á að þú værir nú þegar búinn að bræða háspennukefli eða tölvuborðið sjálft nú þegar, enda er súkkan fræg fyrir að finna sér styðstu leið með 12 voltin sín gegnum veikar rökrásir sem þola 5v max og einhver mA.

Jarðir þurfa að vera í lagi það er rétt hjá þér. En ég þrjóskast áfram með tankinn, ef þú treystir þér ekki strax í að slíta hann undan til að skoða þetta, skrepptu á bílnum upp í landvélar í kópavogi og fáðu slöngu og kón sem passar inn í endann á fuel railinu og mæli á endann sem þolir bensín.

þrýstingur á að vera sirka 3 bör og bíllinn fer að koka ef hann dettur niðurfyrir 1,5 bar
Back to top
Sævar
Thu Oct 14 2010, 10:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þrýstingurinn á ekki að droppa neitt svakalega, mesta lagi 0,5 bar ef þú stígur bensínið í botn
Back to top
sonur
Thu Oct 14 2010, 11:01p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
hehe við erum allir þrjóskir, allar mínar lýs detta úr mér dauðum ef þetta er tankurinn eingöngu, ég á kón og slöngu og mælin, ég reyni að koma þessu í gagnið á morgun ef ég hef tíman. hlakka mikið til að finna út hvað þetta er svo eftir allan þenna tima
Back to top
sonur
Sat Oct 16 2010, 07:40p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Jæja samkvæmt nýja þrýstingsmælinum mínum sýndi hann rétt um 20pund á fuelrailinu, það er rétt um 1.1bar sem er greinilega ekki nóg,

Á einhver tank handa mér??
á einhver sogskynjara tilþess að prufa??

[ Edited Sat Oct 16 2010, 07:41p.m. ]
Back to top
Brynjar
Sat Oct 16 2010, 08:04p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
ég á allavegna 2 vitöru dælur getur fengið aðra hjá mér ef þér vantar. síðan á ég orginal tankinn undan þessu kvikindi en hann er öðrvísi en kom með þessari vél þ.e.a.s hann var með utanáliggjandi dælu þessi er með innbyggðri.
Back to top
sonur
Sat Oct 16 2010, 08:28p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Brynjar, er séns að fá að skoða þennan tank sem þú átt og var í þessum??
ég er game í dælu, færð þá bara þessa sem er í í staðin ef þú vilt?

Ertu viss um að orginal tankurinn sé ekki með loki tilþess að skrúfa dæluna ofaný? annars gæti ég skrúfað hana bara utaná grindina og slöngu oný tankinn eins og ég gerði i L200 sem ég átti og sé eftir :/
Back to top
Sævar
Sat Oct 16 2010, 10:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er ætlast til að dælan í þessum bíl liggi í bensíni upp á kælingu að gera. Bara svona tips, svo heldur hun líka betur þrýstingi ef hún er ofan í vökva. Hún getur ekki sogað loft þannig ef þú verður bensínlaus þá verðurðu að losa endann á rörinu frammi við spíssa og svissa á þar til bensin flæðir út og herða og setja í gang

Kannast við þetta hef séð 2 svona, vitöru og sidekick




ef þú setur nýjan tank settu þá nýja dælu + síu því þá ertu búinn að útiloka bensínkerfið kringum tankinn algjörlega, oþarfa bras að skipta bara um 1 hlut í einu og þurfa mögulega að rífa þetta margoft í sundur


Pressustatið á endanum á fuel railinu getur eftir í 44psi, svo er vaacummembra á fuel railinu líka sem opnar þegar bíllinn gengur hægagang eða þegar þú ert ekki á gjöfinni (mikið vacuum) Gæti alveg trúað 20psi í hægagangi en ekki á gjöf, þá ætti það að vera nær 40psi
Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 12:45a.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Takk fyrir þetta sævar

Í sambandið við fuelrail mælinguna, ég gaf honum hressilega inn en mælirinn breyttist ekkert, svo núllaði ég hann og hann var lengi að koma sér aftur uppí sama og ég mældi hann áður og fór ekkert hærra, ég er búinn að útiloka að þetta sé kveikjan eða lélegur neysti, þetta er komið úti þrent eins og er Tankurinn sem ég held og þú ert margoft búinn að veðja á að sé TPS skynjarinn er ónýtur og eða AFM skynjarinn er að lesa kolvitlaust.

Er einginn á þessu spjalli sem tímir að lána mér AFM skynjara bara tilþess að prufa???? þá get ég "X" það í burtu ef það er ekki það og gengið á það næsta, tankinn.
Back to top
Sævar
Sun Oct 17 2010, 01:21a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
eg var með 4 svona nema í höndunum fyrir skemmstu, þeir eru í eigu ragga róberts og hann er eflaust til í að leyfa þér að prufa einhvern þeirra gegn því að þú segist vera í súkku klúbbnum, það er nú líka svo auðvelt að prufa að smella honum í og keyra einn smá hring að þú gætir gert það fyrir utan partasöluna hjá honum.

Annars gefur loftflæðiskynjari yfirleitt ljós í mælaborðið löngu áður en það fer að valda gangtruflunum, billinn verður seinn í gang og gengur jafnvel ekki hægagang, eða mjög hægan og grófan hægagang.

Eini skynjarinn sem gæti valdið svona gangtruflun án þess að gefa vélarljósið væri vatnshitaneminn fyrir tölvuna. En hann er ALLTAF í lagi á þessum bílum þannig gleymdu því bara.

TPS skynjari myndi ekki orsaka svona stöðugt hik, hann myndi hika kannski 2svar þrisvar eftir að þú gefur vel í eftir hægagangsstöðu og vera seinni með viðbragð en ekkert meira en það, og vélarljós myndi loga.

Einnig myndi hann skána helling við það eitt að aftengja nemann. Sama gildir um vatnshitanema, og loftflæðinema, ef þú aftengir þá(svo lengi sem þeir eru að gefa villandi boð, þá mun gangurinn batna til muna)
Back to top
hobo
Sun Oct 17 2010, 08:10a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Hvað eru og hvar eru þessir TPS og AFM skynjarar?
Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 09:12a.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Það er einmitt málið, ég færði sukkuna heim til mín í gærkvöldi og viti menn á leiðinni kom vélarjósið og bíllinn fór bara að drepa á sér á öllum ljósum, gékk hægaganginn stundum og stundum ekki,

ég þarf víst að kíkja á þenann ragga, allir að segja mér að fara þangað. ég las að ef TPS skynjarinn er bilaður að þá ef maður ýtir bara eitthvað smá á gjöfina og sleppir aftur að þá kokar hann og tekur við sér strax í normal eins og hann er nákvæmlega að gera núna, svo segir að maður geti vitað að hann sé farinn með því að kveikja á bilnum köldum og ef hann kokar svona þá þá er þetta hann, ég bara næ því ekki hvernig maður mælir hann tilþess að vera viss um að hann sé farinn, væri best að komast í annan sidekick tilþess að prufa hlutina yfir í minn

Er þessi Raggi með sidekick 97??

TPS skynjarinn er á spjaldhúsinu fann bara einga mynd af honum á innspýtingunni


Þetta er AFM eða MAF skynjarinn fyrir aftan kraftsýuna þarna


[ Edited Sun Oct 17 2010, 09:12a.m. ]
Back to top
hobo
Sun Oct 17 2010, 09:23a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég gæti átt þennan TPS. Er með ´94 sidekick slátur.
Þarf að skoða þetta.
Back to top
Sævar
Sun Oct 17 2010, 12:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Fyrst vélarljósið er komið skaltu spara þér 1000 skref og nokkra þusundkalla og láta lesa af tölvunni. Ef eitthvað gagnlegt kemur út úr því þá geturðu verið glaður maður.

En það breytir því ekki eins og ég hef margoft sagt að tankurinn í þessum bíl er ónýtur =D
Back to top
Sævar
Sun Oct 17 2010, 01:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
TPS skynjari getur látið svona, þó ef þú rífur hann úr sambandi mun hann ekkert gera nema svara gjöfinni aðeins seinna. Spjaldhúsið opnast en nú þarf vélin að ákvarða bensínmagnið með MAF skynjaranum einum og sér, sem tekur aðeins lengri tíma og er ekki jafn nákvæm mæling.

Hef aldrei heyrt um bilaðan TPS skynjara í súkku. Eini skynjarinn sem bilar er mafskynjarinn, eins og í öllum bílum. Hann gefur vélarljós og sé hann rifinn úr sambandi gengur hann betur en hann gerði ef skynjarinn er bilaður.

ECU í suzuki hefur svokölluð safe mode values sem eru miðuð við að bíllinn sé á sirka hálfri gjöf, í 20° hita og 500 metra yfir sjávarmáli osfv. þannig þó skynjarar séu rifnir úr sambandi gengur vélin áfram.

Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 04:42p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
vá sko, þessi bill er andsetinn

Ég setti hann í gang í morgun, gékk rosalega vel og gékk hægaganginn heitur eins og hann fengi borgað fyrir það, svo samkvæmt þér sævari og því sem ég las til að verða 3 í gær um þessa blessuðu skynjara, að þá þegar TPS skynjarinn er rifinn úr sambandi þá kom örlítið hik í hann en svo bara hélt hann áfram eins og ekkert hafði gerst,, svo tipla ég á gjöfina og hann lætur svo til alveg eins og hann gerði nema eins og þú sagðir sævar var örlítið seinni að fatta, svo ég setti hann bara aftur í samband og tók AFM skynjarann úr sambandi og hann beytti sér svakalega lítið en samt fannst mér ég geta gefið honum örlítið meira inn en venjulega og svo setti ég hann í samband aftur og á svona 10sec gat ég gefið honum hressilega inn og hann rauk upp í snúningum eins og ekkert hafði gerst og ég gerði þetta nokkrum sinnum stóð þarna fyrir framan jeppan og gaf honum inn nokkrum sinnum vel uppi 4000sn og svo athugaði ég mælaboðið hvort vélarljósið væri þarna og það var ekki en kom þegar ég stóð þarna og horfði á mælaborðið þá gékk ég aftur framfyrir bílinn og hann kokaði aftur á inngjöf

Brynjar var búinn að mæla bilinn og villuboðin sögðu að AFM skynjarinn væri að senda vitlaus boð til tölvu en þegar ég hreynsaði skynjarann þá fór vélarljósð og kom ekki í 2daga fyrr en í gær þegar ég fór með hann heim til min!!!

þetta er að verða eins og spennusaga, mig vantar þennan AFM skynjara, getur einginn lánað mér tilþess að prufa? get ég notað 95 sidekick skynjara?
Back to top
Sævar
Sun Oct 17 2010, 05:48p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já þú getur notað hann
Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 07:35p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Jæja held það sé bara komið að því

Sævar, þrjóskan þín er að fara standa sig

Færði AFM skynjarann úr vitörunni hans pabba í minn og TPS skynjarann, Hvorugt virkaði semsagt billinn breyttist ekkert, setti mína skynjara aftur í og núllaði tölvuna, vélarljósið kom ekkert allan tíman sem ég sat inni bilnum og var að fitla við gjöfina tilþess að ná að hita bílinn almennilega og stilla ganginn 100% og eftir ábyggilega 20mín af því að halda bilnum í gangi með að fitla við inngjöfina svo hann dræpi ekki á sér þá loksins náði ég honum góðum og han gékk ófailað í 700-800sn en hann kokar nákvæmlega eins ennþá.

Það er komið að því að reyna á annan tank og aðra dælu og nýja bensínsýu langar svo ótrúlega mikið að fara keyra þenna skrjóð

Sævar, varstu að stúta öðrum tanki hjá þér? og er billinn að ganga svona hjá þér eins og hann er hjá mér??
Back to top
Sævar
Sun Oct 17 2010, 08:12p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já reyndar ekki vegna þess að tankurinn hja mer var skítugur heldur var hann beyglaður og kramdi dæluna og allt draslið og fékk þesvvegna ekki nóg bensín.

hjá þér er þetta sennilega bæði óhreinindi og líka það að tankurinn er beyglaður(að ofan)(Sogaður saman)

Skoðaðu þetta vel og endilega vertu í bandi ef þú ert óviss með eitthvað eg gæti skotist eitthver kvöldið og kikt a þetta þegar tankurin er kominn ur
Back to top
birgir björn
Sun Oct 17 2010, 08:21p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
minn lét svona þar til eg skifti um bensínsíu enn það var riðgað á hana gat og hann var að taka falgst loft enn það var bara í aksti þegar eg var kominn á smá snúning
Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 08:44p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
já ég bjallaði reyndar í þig í dag Sævar, en fattaði það ekki fyrr en 2 tímum seinna að þetta varst þú, varst að auglýsa vinrauða vitöru á 33" með gullitaða brettakannta sá svo að þetta var hundgömul auglýsing

Herðu, sævar, group tanka smíði? smíða 2 stikki úr áli og fá afslátt útá tvo eins? bara hugmynd..
Back to top
Sævar
Sun Oct 17 2010, 10:14p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hvar fannstu þá auglýsingu það er alltaf verið að hringja í mig man ekkert hvar eg auglysti hann


það má skoða að smíða 2 tanka en ég geri það sennilega ekkert á næstunni nema þú verðir fyrri til.

Sérsmíðin felst í að stækka tankinn upp á við sbr. boddíhækkun bílsins.
Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 10:52p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Mig minnir á torfaera.is

en nei ég er einginn tankasmíða gaur en ef ég ætti efnið í þetta mundi ég ábyggilega reyna á það nema það að ég er ekki með tigsuðu fyrir ál.

Eru þessar sukkur steingeldar á 36", 37" eða 38"?
hver selur gorma og dempara hækkanir tilþess að hækka þetta betur, Artic trucks?
Back to top
sonur
Sun Oct 17 2010, 10:54p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Mér datt svona frekar í hug sævar, að fá alvöru mann í að smíða handa okkur tvo tanka og borga eitthvað sanngjart fyrir smíðina, það er að segja ef ég finn einhvern líklegan.

Game í eitthvað þannig?
Back to top
Sævar
Mon Oct 18 2010, 11:01a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hella selur upphækkunarklossa, þinn bíll er eins mikið hækkaður og hægt er áður en gera þarf alvarlegar aðgerðir á fjöðrunarbúnaðnum að framan.

Prufaðu hann í snjó með 35 38 og 44" bílum og spáðu svo hvort þú þurfir stærri dekk.
Back to top
sonur
Mon Oct 18 2010, 11:47a.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Það er meinið, er að fá gang af hálfslitnum 36" og felgur á verði nýrra 32" dekkja undir minn.. er hægt að lækka framdrifið í meiri línu við framöxlana svo ég geti sett 2cm hærri gorma.
Back to top
Sævar
Mon Oct 18 2010, 11:48a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
seldu mér þessi dekk, já það er allt hægt bara kunna að smíða
Back to top
sonur
Mon Oct 18 2010, 12:52p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Sá einhverntimann á google fyrir löngu þegar ég hafið núll áhuga á sukkum, einhver gaur í USA sagaði tvo 3-4mm stál búta sem voru 6x12cm og boraði í þá göt fyrir boltunum sem halda uppi framdrifinu og lækkaði þannig drifið um einhverja 3cm, má lýsa þessu sem nokkurskonar doblara ef þið skyljið mig, kom vel út hjá honum og svo hallaði hann drifinu lika í átt að drifskaftinu þannig hallin var beinni og hann var á stórum 35" rockcliming dekkjum einhverjum.
doblarann þarna á milli (lika á hina festinguna sem ég gat ekki tekið mynd af)

Saga þessa festingu í sundur og mynda hallan á drifskaftið beinan

Hann er á 7cm klossum, hélt þetta væru 10cm hækkun

en svo er hann lika á 3 eða 4cm hækkun á gormum en það mætti setja stærri gorma þarna

Finn halli á drifskaftinu að aftan gæti hækkað meira

Svo sýnist mér ekkert búið að skera úr brettunum


Ég er ekki að tíma að láta þennan 36" gang fara frá mér, er mikið að spá að henda honum undir
Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design