Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Jimny á Toyota hásingar - Myndir << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Hólmar H
Wed Oct 27 2010, 11:59a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Ég ætla að setja hér inn nokkar myndir af því sem hefur verið að gerast undanfarið.

En það er að setja toyotu hásingar undir Jimnyinn minn. Ástæðan er fyrst og fremst til að fá driflæsingar.



Við byrjuðum á því að finna gamlan Hilux.



og undan honum kom eitthvað líkt þessu.



Þetta var frekar subbulegt verk, olía og drasl samblandað hrossaskít......



Þá var bara næst á dagskrá að byrja að rífa undan jimmanum



Ekki tók það nú langan tíma.









Fyrsta mátun lítur vel út.







En bíðum nú við, ekki eru nú allir sáttir. Bensíntankurinn fór í talsverða fýlu og þar sem að hann má nú ekki við því að minnka var ekkert annað að gera en að finna aðra hásingu með drifkúlunni á réttum stað.



Eftir stutta leit fannst þessi.



Undan honum kom svo þessi hásing, með 4,56 hlutfalli og orginal toyotu diskalæsingu.





4,56 úr krúser og 4,10 og hiluxnum. Ætluðum að nota 4,10 hlutföll, en þar sem að annað var ónýtt í Hiluxnum þá fékk ég gömul 4,30 hjá kunningja mínum.



Næsta mátun, lítur vel út allir sáttir held ég bara.



Lét sandblása þetta fyrir mig.







Mikið af gúmmelaði sem á eftir að hella í hrærivélina!





Ásgeir að sjóða stífufestinar upp í grind.







Farinn að standa í afturhjólin. Næst á dagskrá er þá framhásingin!







Ásgeir að sjóða eyru fyrir stífurnar á hásinguna..









Jimny hásingar, búnar að lána eitthvað..



4,30 hlutföll ásamt diskalæsingum úr toyotu... verð með þær svona til að byrja með.





Eitthvað er nú eftir ennþá.

Kem með fleiri myndir síðar.



[ Edited Wed Nov 03 2010, 07:15p.m. ]
Back to top
birgir björn
Wed Oct 27 2010, 12:10p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
mikil snild það verður gaman að sjá úkomuna hjá þér!
Back to top
EinarR
Wed Oct 27 2010, 02:37p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Næææs!!
Back to top
olikol
Wed Oct 27 2010, 03:40p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
hver er breiddarmunurinn á hásingunum?
Back to top
stebbi1
Wed Oct 27 2010, 03:42p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
bara flott!!!!!!!!
Back to top
Hólmar H
Wed Oct 27 2010, 03:48p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Breiddarmunirinn er ekki nema ca 3 cm.
Back to top
sukkaturbo
Wed Oct 27 2010, 04:10p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
sæll svona á að gera þetta flott vinna. Notaru revers drifiðköggulinn sem er orginal í 70 cruser og er það líka orginal í Jimmy svo þú lendir ekki í vandræðum kveðja guðni á sigló gsm 8925426

[ Edited Wed Oct 27 2010, 04:14p.m. ]
Back to top
rockybaby
Wed Oct 27 2010, 04:40p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Flott hjá þér , en hvernig var það lengduð þið hann eitthvað á milli hjóla og hvað er mikill spindilhalli ? Spyr vegna þess að ég er að spá í svona dæmi þó ég sé ekki búin að kaupa jimny ennþá , þetta eru snilldarjeppar.
Back to top
Hólmar H
Mon Nov 01 2010, 09:35a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Mig langar að benda á það að Ásgeir I. Óskarsson er fyrst og fremst smiðurinn og hugsuðurinn í þessari smíði. Ef að hann hefði ekki verið til staðar hefði ég ekki farið út í þetta.

Við notuðum hilux kögglana bara, því að búið var að fá legur í þá. Það var ekkert vesen.

Færðum framhásinguna í kringum 2 cm fram, eða eins mikið og hægt var án þess að þurfa að breyta stýri og þverstífufestingu í grind. Spindilhallinn verður í kringum 7 - 8°.

En hér koma fleiri myndir.








Farinn að standa í öll hjól.



Kominn út í fyrsta skipti í ca 5 mánuði. Þó ekki alveg tilbúinn. Þurfti einungis að fara út vegna þess að starfsemi var að byrja í húsnæðinu.



Svona var staðan 19. september. Enn vantar þverstífur og margt fleira.



Svo þarf nú bremsur í þetta líka og var svo heppinn að það var einn svona í næsta porti. Úr þessum tók ég höfuðdælu, bremsudælur, handbremsubarka og sitthvað fleira.



Bremsudælur í 4runner



4runner skálabremsur fara að aftan.



Höfuðdælur, 4runner vinstramegin, jimny hægra megin.



Staðan 28. sept.



Diskur úr nýrri hilux og svo gömlum. Það voru einfaldir diskar á hásingunum sem að ég fékk þannig að við ákváðum að breyta því.

Eitthvað fleira hefur nú gerst undanfarna daga, en myndavélin á það til að gleymast en kem með nýjar myndir við fyrsta tækifæri.



[ Edited Wed Nov 03 2010, 12:22p.m. ]
Back to top
Hólmar H
Tue Nov 16 2010, 11:26a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Jæja smá Update.. - Ásgeir kom í heimsókn um helgina og kláraði dæmið.



Mátaði 12" felgur undir hann..









Höfuðdælan úr 4 runner komin á sinn stað..







Samsláttarpúðar úr Toyotu touring fara að framan.





Svona var svo staðan 14. nóv, kominn út og farinn að virka!!







Meira er það ekki í bili.



[ Edited Tue Nov 16 2010, 11:26a.m. ]
Back to top
ierno
Tue Nov 16 2010, 03:45p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Hvað fær hann að fara á stóra skó?
Back to top
gisli
Tue Nov 16 2010, 07:13p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Glæsilegt framtak!
Veistu hvað hann þyngist mikið við þetta?
Back to top
Hólmar H
Tue Nov 16 2010, 09:23p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Ég verð með hann á 33" í vetur, annars er stefnan sett á 35" í komandi framtíð

Ég er ekki búinn að vigta hann, geri það fljótlega.

En annars þá er framhásingin mun þyngri en jimny framhásingin.
Back to top
Þorvaldur Már
Tue Nov 16 2010, 11:11p.m.
Registered Member #128

Posts: 126
Þetta eru einu skiptin sem toyota hásingar eru að virka þegar þetta er komið undir súkkur !
Back to top
Sævar
Tue Nov 16 2010, 11:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hentugt undir vitörur líka bíður upp á 5.29 hlutfall sem er sterkt og 5.71 sem er veikara en ábyggilega alveg nogu sterkt undir súkku...

er að gæla við að undirbúa sumarverkefni næsta árs með svipuð rör í huga.
Back to top
Hólmar H
Mon Nov 29 2010, 12:19p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Jæja þá eru "stóru dekkin" komin undir og kominn með skoðun.
















En hvernig er það, vitið þið nokkuð hvar hægt er að fá 35" brettakantana á jimny?
Back to top
einarkind
Mon Nov 29 2010, 12:37p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
bara flott ætla að gera það sama við minn eithvertímann á sólríkum sumardegi
Back to top
Sævar
Mon Nov 29 2010, 12:40p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
flott ég ætla að gera sama við minn, áttu afturrörið ennþá undan palllúxa? með öllu innvolsi? hlutfall? og fæst það kaupt?
Back to top
Hólmar H
Mon Nov 29 2010, 12:44p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Ég á rörið, já, en er búinn að selja öxlana, minnir að ég eigi ennþá 4.10 hlutfallið, þér er velkomið að kaupa það.

En svona fyrst að þú ert í þessum hugleiðingum, þá á ég til excel skjal sem að ég get sent þeim sem að vilja með kostnaðinum í kringum þetta.
Back to top
kjellin
Mon Nov 29 2010, 01:55p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
já það væri vel þegið að fá svona skjal
Back to top
Sævar
Mon Nov 29 2010, 03:53p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
saevar at sukka.is takk
Back to top
Sævar
Mon Nov 29 2010, 03:54p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps eg geri rað fyrir að þurfa 5.XX hlutföll til að byrja með enda ætla ég að halda áfram með 1600 vél og vitara samstæðu fyrst um senn
Back to top
Hólmar H
Tue Nov 30 2010, 12:55a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
kjellin wrote ...

já það væri vel þegið að fá svona skjal


Ég þyrfti þá að fá netfang
Back to top
Hólmar H
Tue Nov 30 2010, 08:10a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Gleymdi að minnast á það í gær, ég vigtaði bílinn og er hann 1300 kg , hann var áður skráður 1200 kg.
Back to top
ingolfurkolb
Wed Dec 08 2010, 01:02p.m.
Registered Member #36

Posts: 64
Áttu framrörið undan Jimnynum, er það til sölu? mig vantar öxla.
Back to top
kjellin
Wed Dec 08 2010, 01:16p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
netfangið er aronandri©gmail.com
Back to top
Hólmar H
Wed Dec 08 2010, 02:55p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Hvorug hásingin er til sölu því miður.
Back to top
ingolfurkolb
Wed Dec 08 2010, 04:28p.m.
Registered Member #36

Posts: 64
Ok ekki málið. Flottur bíllinn sem þú ert með. Var hann með OME fjöðrun, hvernig var hún að koma út? Er að pæla hort maður eigi að fara í svoleiðis 2" hækkunarpakka.
Back to top
Hólmar H
Thu Dec 09 2010, 01:52p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
ingolfurkolb wrote ...

Ok ekki málið. Flottur bíllinn sem þú ert með. Var hann með OME fjöðrun, hvernig var hún að koma út? Er að pæla hort maður eigi að fara í svoleiðis 2" hækkunarpakka.



Þegar að ég kaupi hann haust 2008, þá eru 3 gerðir af dempurum í honum... 1 koni að framan, 1 orginal að framan, báðir lengdir, en að aftan eru lengri demparar og eru þeir svo ryðgaðir að ég hef ekki hugmynd um hvaða gerð þeir eru. Í dag eru sachs demparar að framan og þessir sömu að aftan.

Hann er jú eins og margar súkkur svolítið hasstur þegar hann er tómur en bara góður þegar að það er komið drasl í hann.

Annars varðandi gormana þá eru þeir bara orginal.
Back to top
ingolfurkolb
Thu Dec 09 2010, 02:01p.m.
Registered Member #36

Posts: 64
Hehe helvíti góð blanda það, nei mér datt í hug að hann væri á OME útaf myndinni sem ég rakst á hérna,
http://www.rocky-road.com/zukome.html

Þeir hafa kannski bara stolið henni af netinu!!!

Annars hef ég líka verið að spá í Sachs, en draumurinn er Bilsein, bara helvíti dýrir!
Back to top
einarkind
Fri Dec 10 2010, 03:15p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
mátt endilega senda mér þetta exel skjal á einarher©visir.is
Back to top
Sævar
Sun Apr 03 2011, 06:53p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Nú vakna spurningar þar sem ég er í svipaðri smíði, hvernig festirðu togstöngina yfir á hægri hliðina, hver smíðar stykkið ofan á spindilinn?
Back to top
Hólmar H
Sun Apr 03 2011, 08:49p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Við notuðum bara einn stýrisarm til viðbótar, hrútshornið var sagað af og millibilsstöngin færð undir. Minnir að þetta hafi verið 2 hægri stýrisarmar úr hilux, og 1 hrútshorn.
Þetta leysti mikinn vanda, reyndar þurfti að renna kóna í armana ásamt því að stytta þurfti millibilsstöngina. En Ásgeir reddaði því.





Back to top
Sævar
Sun Apr 03 2011, 10:25p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Geturðu reddað mynd af þessu handa mér við gott tækifæri, Settuð þið bara annan hægri stýrisarm ofan á hinn arminn og lengri pinnbolta upp úr liðhúsinu?
Back to top
Hólmar H
Mon Apr 04 2011, 10:04a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Færðum hrútshornið yfir á hægri hliðina, hornið sagað af, og armurinn settur undir, hægri armurinn látinn halda sér, svo fengum við annan arm til að setja að neðan vinstra megin.


[ Edited Wed May 04 2011, 09:29a.m. ]
Back to top
Sævar
Mon Apr 04 2011, 12:12p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta útskýrir allt fyrir mér, nú vantar mig bara auka hægri arm ef einhver laumar á því...
Back to top
Sævar
Tue May 03 2011, 09:34p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæhæ, eitthvað er þetta örlítið öðruvísi hjá mér.

Ég byrjaði á að setja þetta eins og myndin er hér að ofan en þá hölluðu spindilsætin fyrir stýrisendana svo mikið að stöngin komst ekki í nema á öðru vegu.

Þannig ég prufa að setja hrútshornið á vinstri/bílstjórahlið og þá passar þetta betur í en millibilið verður kolvitlaust þ.e. allt allt of útskeifur og nauðsyn að stytta stöngina, sem og ég hugsa að ég geri.


Annar munur sem ég sé er að á minni hásingu er millibilsstöngin fyrir ofan arminn og rærnar neðaná, hjá þér er það öfugt.



en mín hásing er auðvitað undan hilux dc dísel 91 en þín undan eldri bíl



Annars er enginn sjáanlegur munur á rörunum sjálfur svona af myndunum þínum að sjá,


Togstöngin hjá þér er hún úr jimny eða toyota?
Back to top
Hólmar H
Wed May 04 2011, 09:34a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Þetta er rétt hjá þér!, mér hefur tekist að snúa þessu við einu sinni sem oftar hehe, en ok

Ég er með Jimny togstöng en hilux millibilsstöng

Annars þá stökk ég í skúrinn til að fullvissa mig um að núna væri ég ekki að skrifa bull og vitleysu

Afsagaða hrútshornið fer undir á liðhúsið vinstra megin hjá mér, og svo tveir hægri armar hægra megin. Það þurfti einmitt að stytta millibilsstöngina, ásamt því að renna kóna í armana. (Ásgeir reddaði því)

Ég skal senda þér mynd í kvöld Sævar, afsakaðu bullið í mér
Back to top
Sævar
Wed May 04 2011, 06:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæhæ, minnsta mál og alveg sjálfsagt að eitthvað gleymist eða misskiljist í svona stórum prójectum,

Annars spyrst mér hví þú ákveður að velta millibilsstönginni, er það til að ná að nota stýrisdemparann áfram?

Einhver önnur ástæða? Sé fyrir mér að þetta virki prýðilega eins og þetta er hjá mér...

Vantar bara jimny togstöng eða álíka til að smíða úr
Back to top
Hólmar H
Wed May 04 2011, 09:14p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Við höfðum millibilsstöngina svona því að plássið var sama og ekkert ef að hún hefði verið að ofan.
Back to top
birgthor
Wed May 04 2011, 09:27p.m.
Biggi
Registered Member #225

Posts: 167
Sendið myndirnar hérna svo allir fái að njóta, svo má endilega senda mér þetta áðurnefnda excel skjal
Back to top
Sævar
Wed May 04 2011, 10:34p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Plássið fyrir skástífu þá?

Í mínu tilfilli sé ég ekkert verða í vegi fyrir stönginni en ég auðvitað næ ekki fullum stýrislás og er því ekki viss hvort hún rekist framan í drifkúluna, en tel það þó ólíklegt.

Bara endalausar pælingar, þetta reddast!

Vantar jimny togstöng helst bogna...
Back to top
Hólmar H
Wed May 04 2011, 10:50p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112




Back to top
Hólmar H
Sat May 07 2011, 12:43p.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Betri myndir.







En já Sævar, sá ekki spurninguna um daginn, málið er að ef að við hefðum haft stangirnar að ofan verðu, þá hefði togstöngin lent upp í grind í samslætti. Vona að þú sjáir eitthvað úr þessum myndum, ég dreif bílinn bara út svo ég næði almennilegu sjónarhorni á þetta.
Back to top
birgir björn
Sat May 07 2011, 05:49p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
snooooooorkel!
Back to top
Sævar
Sun May 08 2011, 12:34a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hæhæ, þannig það togstöngin rekst ekki í millibilsstöngina ef hún er óbreytt? Held að þetta sleppi við grindina í mínu tilviki, prufa þetta eins og þetta er amk. Væri fínt að snúa þessu þó til að geta notað mix lausann stýrisdempara.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design