Forums
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Bjarki
Thu Nov 19 2009, 08:59p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Sælir ágætu Suzukijeppaeigendur,

Ég er stoltur eigandi að Jimny ´08 sem ég keypti hraustlega oltinn fyrir ári síðan. Það kláraðist að púsla honum saman í sumar og hann kemur ljómandi vel út. Mann er hinsvegar farið að langa mikið að drífa í að breyta honum. Búinn að versla 33" dekk og kanta og 10" breiðar felgur. Hvað ætli maður þurfi að hækka kaggann mikið? Hvernig hafa menn verið að hækka þessa skrjóða og hvað mikið? Ég held hann hefði gott af því að hækka bæði á boddí og gormum. Eru til lengri gormar undan einhverju öðru sem passa undir Jimnyinn? Hvað má maður hækka mikið á boddíi? Þætti gott ef einhverjir sem hafa staðið í þessu mundu vilja miðla af reynslu sinni...

Kv.
Bjarki
Back to top
birgir björn
Thu Nov 19 2009, 09:05p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
Breytingar fyrir suzuki jimny
12 þúsund plús dekk fyrir 31", en fyrir 33" ef þú vilt að þetta sé almennilegt þá þarftu að kaupa kanta sem eru 70-90 þúsund ómálaðir, nema að þú viljir nota ódýra kanta af vitara eða eitthvað slíkt, það hefur verið gert áður og kostar mjög lítið, eg get frætt þig endalaust um þessi mál ef þú vilt og svarað sennilega flestum spurnungum varðandi breytingar á jimny, eg hef sjálfur breytt 3 og átt 4 breitta jimny, gæti jafnvel aðstoðað ef vilji er fyrir höndum,

31"
semsagt fyrir 31" þartu
4,5 cm upphækkunar klossa fyrir gorma, 12 þúsund hjá málmsteypan hella í hafnarfyrði,
31" dekk,
drullusokka efni,
leingja dempara, það er einfalt,
skéra lítilega úr plasti og lemja smá,

33"
fyrir 33" þartu
4,5 cm upphækkunar klossa fyrir gorma,
33" dekk
drullusokka efni,
leingja dempara,
skera úr,
og setja viðeigandi kanta, annað hvort sérsmiðað eða mix,
þetta geingur bara ef samslátturinn er hafður í það allra minsta svo dekkin rekist ekki í,
ekki er verra að boddý hækka hann lika fyrir þessa breytingu en það er töluvert meiri vinna,

boddýhækkun
losa þarf boddy og lifta þvi töluvert hátt þvi að boltarnir sem halda boddýinu er ekki lausir heldur loðaðir fastir við boddý, þvi þarf að leingja þá með snitt tein og langri ró eða sjóða á þá,
svo þarf að leingja millikassa staungina, og færa eina festingu fyrir bremsurör á milli boddy og grindar,

gormahækkun
losa þarf demparana og lifta bílnum þar til gormarnir nást undan svo þarf að koma klossonum fyrir ofan við gormana og tilla bílnum niður á gormana, síðan þarf að leingja demparana með að sjóða auka auga uppi og niðri að aftan og leingja pinnan að ofanverðum depmararum að framan, einnig er hægt að sleppa við að leingja þá ef festingarnar að neðan eru einfaldlega færðar aðeins ofar eða eins og þarf, svo mæli eg með þvi að samsláttar puðarnir séu færðir niður um 5 cm, að framan þarf það að vera gert áður en gormonum er komið fyrir, til þess þartu að sjóða lítilega og þú þart rör í 2 sverleikum,

reglur um breytingar,
þú mátt boddy hækka um 5 cm án breytingar skoðunar og sama gildir um gorma hækkun,
einnig máttu hækka um 5 á gormum og 5 á boddý án breytirngar skoðunar,
en ef þú ferð uppfyrir þessa 5 cm á öðru hvoru og ert kominn með yfir 10% stærri dekk þartu breytingar skoðun,
nauðsinlegt og æskilegt er að hafa slökkvitæki ásamt sjúkrakassa fyrir skoðun, einnig eru drullusokkar skilda,

vonandi nýtist þetta þér eitthvað, eg á lika haug af myndum ef þú vilt sjá eitthvað af þessu gert,


þessi er á 31" hækkaður um 4,5 á gormum með formverk kanta fyrir 31-33
þessum bíl breytti eg ekki en eg átti hann í töluverðan tíma og hringlaði mikið í breytingonum á honum,
var með flækjur, 2 rafgeima, kassa á skotti og fult að gotteríi



þennan hækkaði eg um 9 cm á gormum með 2 sett af 4,5 klossum og 33" dekk og mix kanta
einnig útbjó eg á hann prófílteingi að framan og aftan og smíðaði kastaragrindina



þessi er boddýhækkaður um 5 og gormahækkaður um 4,5 og er á 31" aðeins skorið úr plasti,



þessi er líka með 5 cm boddy hækkun og 4,5 gorma hækkun er enþá á original dekkjum þarna,
eg skar töluvert mikið úr þessum enda kem eg 35" undir



www.flickr.com/jimny33


ps það er örugglega að kveikna í lyklaborðinum hjá mer,





[ Edited Thu Nov 19 2009, 10:33p.m. ]
Back to top
Dúddinn
Thu Nov 19 2009, 09:29p.m.
dúddinn
Registered Member #132

Posts: 54
Gætir þú sent mér myndir af 33" breytingunni.. þá klippingum og frágangi á breyttum samslætti?

johanneinarss©gmail.com
Back to top
Bjarki
Thu Nov 19 2009, 09:34p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Takk, þetta kalla ég skjót svör
Ég stefni á 33" breytingu, er m.a.s. búinn að kaupa dekkin! Ég á formverks 32" kanta sem ég ætla að nota. Ég er nú ekki einu sinni búinn að bera þá við en ég held að þeir leyfi bara lágmarks úrklippingar.
5cm á gormum og 5cm á boddíi hljómar vel. Ég vil helst að bíllinn geti fjaðrað smávegis. Hvar fær maður gott efni í boddíhækkun? Hvernig er fjöðrunin í bílunum sem eru komnir með þessa 4,5cm upphækkunarklossa fyrir gormana? Hafa menn eitthvað verið að föndra með að setja lengri gorma?
Back to top
birgir björn
Thu Nov 19 2009, 09:35p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
skal leita af þeim sem eg á, eitthvað er af mindum inná www.flickr.com/jimny33
eg veit um einn sem setti leingri gorma hann pantaði þá að utan og setti hann á 35" en annars hafa menn verið að nota þessa klossa bara,
eg var alltaf sáttur með hann með þessa klossa, og ekki var hann síðri þegar eg var buin að síkka stífurnar að framan en það er ekki nauðsinnlegt með 4,5 svo reif eg líka ballanstaunina undan þá varð hann strax betri utan vega en svoldið svagur á malbikinu,

[ Edited Thu Nov 19 2009, 09:42p.m. ]
Back to top
Bjarki
Thu Nov 19 2009, 09:38p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Já ég mundi líka endilega þiggja myndir af 33" breytingunni. bjarkiau©visir.is
Back to top
birgir björn
Thu Nov 19 2009, 10:31p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
áttu eitthverjar myndir af þínum dyrir og eftir og kanski á meðan?? skelltu þeim inn:9
Back to top
Aggi
Fri Nov 20 2009, 12:40a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
ef menn eru svo muradir ta er dgtuning.com med lengri gorma og allskyns dotari i jimny og reyndar allar sukkur
Back to top
Vésteinn
Sun Nov 22 2009, 09:04p.m.
Registered Member #127

Posts: 28
Góðan dag.

Jimny á 35" --- hvað stoppar slíkt tæki?

Hvernig læsingum er mælt með í slíkt ökutæki?

HVerju eru helstu gallarnri við þessa bíla þegar uppá fjall er komið?
Back to top
SmáriSig
Sun Nov 22 2009, 09:39p.m.
Registered Member #22

Posts: 31
Hvernig læsingum er mælt með í slíkt ökutæki? - Ferð 90% af því sem að þú þarft að komast ólæst á svona dóti.

Jimny á 35", hvað stoppar slíkt tæki? - Þessi 10%

Hverju eru helstu gallarnir við þessa bíla þegar uppá fjall er komið? - Að hafa ekki haft pláss fyrir myndavélina. Finn ekki mynd af jimny á 35" þar sem að ökumaðurinn hefur tekið myndina sjálfur.
Back to top
Vésteinn
Sun Nov 22 2009, 11:07p.m.
Registered Member #127

Posts: 28
Hahaha gott svar Smári.

En eru þessir bílar orðnir óþægilegir í akstri á 33 til 35 tommum? Er krafturinn nægilegur í vélinni og allt það...

það er í raun það sem ég er að velta fyrir mér - hvernig er bíllinn í bænum þar sem ég nota hann 98% í snatti
Back to top
birgir björn
Sun Nov 22 2009, 11:12p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
eingir gallar að mínu mati, bara best! hann er fínn í akstri, og þú mindir bara hafa hann á minni dekkjum innan bæjar ef þú mindir vilja, annars er hann alltílæji á 33" stórfínn á 31" innanbæjar
Back to top
gisli
Mon Nov 23 2009, 09:28a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það er auðvitað lúxus að hafa hann á t.d. 31" innanbæjar og eiga stærri blöðrur fyrir jeppatúra. Þó það kosti fjárútlát að eiga tvo ganga, þá getur vel verið að það borgi sig til lengri tíma, hann eyðir þá minna í snattinu og slítnar minna, t.a.m. bremsur, hjólalegur, spindillegur og svoleiðis.
Back to top
EinarR
Mon Nov 23 2009, 11:27p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
sævar hann er nú með bæði hversdags skó og spari skó á vitöruna hjá sér
Back to top
Sævar
Mon Nov 23 2009, 11:37p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
er ca 10 mín til korter að skipta
Back to top
EinarR
Tue Nov 24 2009, 10:43a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
uss. það er forever. ég er ekki svo lengi að taka svona með loftlyklinum
Back to top
EinarR
Sun Dec 06 2009, 08:17p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Birgir hvað kostar að fá sér 33" skó undir Jimny?
Back to top
birgir björn
Sun Dec 06 2009, 08:19p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
ertu að meina með breytingum? klossar 12 kall + dekk + kantar sem er 70 til 90, nema þú notir, notaða vitara kanta


[ Edited Sun Dec 06 2009, 08:20p.m. ]
Back to top
EinarR
Sun Dec 06 2009, 08:21p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
vinur minn er að spá í breytingum
Back to top
birgir björn
Sun Dec 06 2009, 08:31p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
get allveg verið innan handar ef þarf
Back to top
birgir björn
Sun Dec 06 2009, 08:32p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
fyrir 31 þartu einga kanta
Back to top
EinarR
Sun Dec 06 2009, 09:32p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Hann veit ekki hvað hann vill en já ég tala örugglega við þig ef það vanntar eitthvað
Back to top
olikol
Mon Dec 07 2009, 12:44a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
er halanegrinn að fara breyta jimnyinum sínum?
Back to top
EinarR
Mon Dec 07 2009, 10:21a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
það er eitthver uppgajfartónn í sundinu og hann langar svo að gera eitthvað með okkur. hann sér bara hvað ég er ágnægður eftir að ég fór að sukkast
Back to top
olikol
Mon Dec 07 2009, 10:32a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
það er þá loksins komið eitthvað vit í drenginn
Back to top
ierno
Mon Dec 07 2009, 05:42p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Súkkur eru betri en sund.
Back to top
EinarR
Mon Dec 07 2009, 05:45p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Klárlega ég er búinn að átta mig á því
Back to top
Bjarki
Sun Mar 21 2010, 04:41p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Jæja, þetta er að taka á sig mynd núna. Set hérna nokkrar myndir.


Svona var hann þegar ég keypti hann. Smá dældaður.




Húsið komið af.




Líffæragjafi.


Þetta hús er miklu skárra.




Búið að púsla. Rúntað um á skurðarskífum í sumar.




Staðan í dag.




Hækkaður um tæpar 2" bæði á gormum og boddíi. Búið að skera og setja á kanta. 33" á 10" breiðum felgum.
Back to top
birgir björn
Sun Mar 21 2010, 04:45p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
sjiss flottur maður!!!
Back to top
birgir björn
Sun Mar 21 2010, 04:56p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
haha ertu á reiðarfyrði?
Back to top
Bjarki
Sun Mar 21 2010, 05:01p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Já þetta er tekið á Reyðarfirði. Bý samt á Akureyri.
Back to top
Magnús Þór
Sun Mar 21 2010, 05:05p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
hvað var að bílnum sem boddýið kom af ? Flottur bíll hjá þér
Back to top
birgir björn
Sun Mar 21 2010, 05:13p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
hvernig var að boddy hækka? hvar fekstu efni? og hvað borgaðiru fyrir kantana all to gether
Back to top
stebbi1
Sun Mar 21 2010, 05:30p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Ertu ennþá búsetur á AK? hef ekki séð þennann bíl
Back to top
EinarR
Sun Mar 21 2010, 06:00p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Vá hvað hann er flottur!
Back to top
magni
Sun Mar 21 2010, 07:39p.m.
Registered Member #92

Posts: 63
þessi er flottur !
Back to top
gisli
Sun Mar 21 2010, 09:05p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Gullfallegur.
Back to top
Þorvaldur Már
Sun Mar 21 2010, 10:52p.m.
Registered Member #128

Posts: 126
Flottur þessi !
hvar er þriðja myndin talið neðan frá tekin ?
Back to top
Bjarki
Sun Mar 21 2010, 11:48p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Takk!

Það var nú ósköp lítið að líffæragjafanum. Fékk hann ódýrt bara. Miklu ódýrara en að fara að tjasla upp á skemmda boddíið. Notaði m.a.s. líffæragjafann til að draga bílakerru með rauða á austur á Reyðarfjörð

Það er langt síðan ég keypti kantana á 60 þús minnir mig. Þeir voru ansi hráir og var talsverð vinna að gera þá klára fyrir sprautun. Þurfti líka aðeins að breyta framköntunum aftan við hjól til að hafa nóg pláss fyrir 33".

Boddíhækkunin var höfuðverkur. Lét smíða fyrir mig dótið í hana fyrir austan.

3ja neðsta myndin er tekin einhversstaðar á leiðinni út í Fjörður.
Back to top
birgir björn
Mon Mar 22 2010, 12:07a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
hvað var vest við boddyhækkunina?
Back to top
Bjarki
Mon Mar 22 2010, 12:21p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Það versta var að maður var svolítið að finna upp hjólið. Verður fljótlegra næst! Það eru s.s. 8 boltar sem halda húsinu á grindinni. Fremstu eru undir framljósunum og þar setur maður bara klossa og lengri bolta á hefðbundinn hátt. Sama sagan með öftustu 2 boltana. Hinsvegar eru 2 boltar aftan við framhjól og 2 framan við afturhjól þar sem boltarnir eru soðnir fastir í boddíið. Það er hægt að skera sér leið að fremri boltunum innan úr bíl, skera þá úr og setja aðra í staðinn. Það er ekki hægt að komast að boltunum framan við afturhjólin með góðu móti. Þar er best að eiga svona langa ró sem nær í orginal boltann. Þetta sést ef þið skoðið myndir af boddíhækkunarsettunum í dgtuning.com. Ég lét smíða svona langar rær fyrir mig.

[ Edited Mon Mar 22 2010, 03:38p.m. ]
Back to top
jeepson
Mon Mar 22 2010, 12:22p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
reglur um breytingar,
þú mátt boddy hækka um 5 cm án breytingar skoðunar og sama gildir um gorma hækkun,
einnig máttu hækka um 5 á gormum og 5 á boddý án breytirngar skoðunar,
en ef þú ferð uppfyrir þessa 5 cm á öðru hvoru og ert kominn með yfir 10% stærri dekk þartu breytingar skoðun,
nauðsinlegt og æskilegt er að hafa slökkvitæki ásamt sjúkrakassa fyrir skoðun, einnig eru drullusokkar skilda,

Nú er súkkan mín hækkuð um 2" á boddý og eina 1" á gormunum. Ég þarf að fara með hana í skoðun í apríl og á ég þá ekkert að hafa áhyggjur af því að fá ekki skoðun þó hún sé á 33"??? Því nú eru dekkin meir en 10% stærri en orginal. Ég hef verið að hafa áhyggjur af þessu. En bíllinn virðist nú hafa fengið skoðun áður en ég veit ekkert hvort að það hafi verið farið með hann á minni dekkjum.
Back to top
birgir björn
Mon Mar 22 2010, 02:12p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
Bjarki wrote ...

Það versta var að maður var svolítið að finna upp hjólið. Verður fljótlegra næst! Það eru s.s. 8 boltar sem halda húsinu á grindinni. Fremstu eru undir framljósunum og þar setur maður bara klossa og lengri bolta á hefðbundinn hátt. Sama sagan með öftustu 2 boltana. Hinsvegar eru 2 boltar aftan við framhjól og 2 framan við afturhjól þar sem boltarnir eru soðnir fastir í grindina. Það er hægt að skera sér leið að fremri boltunum innan úr bíl, skera þá úr og setja aðra í staðinn. Það er ekki hægt að komast að boltunum framan við afturhjólin með góðu móti. Þar er best að eiga svona langa ró sem nær í orginal boltann. Þetta sést ef þið skoðið myndir af boddíhækkunarsettunum í dgtuning.com. Ég lét smíða svona langar rær fyrir mig.

þegar eg boddhækkaði mína þá fór eg nú bara í byko og keifti mér lángar rær og snitt tein og leingdi alla boltana, mjög einfalt hehe
Back to top
Bjarki
Mon Mar 22 2010, 03:36p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Það er auðvitað fljótlegast.
Back to top
gisli
Mon Mar 22 2010, 07:38p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég gerði svipað og Biggi, nema ég er með prófíla sem hækkunarkubba.
Ég hafði mikið fyrir því að útbúa mér tengirær því snittið var svo spes og ekki til rétta rær.
Svo kom í ljós að ég þurfti að stytta boltann svo mikið að allar gengjurnar fóru af og ég snittaði hann alla leið upp í boddí. Sumsé, það hefði ekki skipt neinu máli hvernig hann væri snittaður þar upp, hefði bara getað notað venjulega tengiró.
Að öðru leiti kemur þetta ágætlega út, tengiróin er inni í miðjum prófílnum og neðanfrá má nota snitttein og ró eða passlegan bolta.
Held þetta myndi ganga nákvæmlega jafnvel upp í Jimny. Efniskostnaður var ca. 2000kr (prófílinn átti ég til).
Back to top
ierno
Tue Mar 23 2010, 02:26p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Ég fékk mér svera bolta, sagaði hausinn af þeim, boraði og snittaði upp í legginn á þeim og skrúfaði þá upp á boltana á boddíinu. Ódýrt, einfalt og lúkkar svakalega röff
Back to top
gisli
Tue Mar 23 2010, 03:57p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það er flott lausn, engar suður sem ryðgar í.
Varstu með standborvél, rennibekk eða ertu bara svona hittinn?
Back to top
Magnús Þór
Tue Mar 23 2010, 04:25p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
áttu mynd af þessu ireno ?
Back to top
ierno
Wed Mar 24 2010, 01:34p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Ég gerði þetta í bekk. Klikkaði á að taka myndir og það sést ekkert núna nema risastóru rærnar undir boddífestingunum.
Back to top
Magnús Þór
Wed Mar 24 2010, 07:47p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
okey
en ég spyr aftur

Magnús Þór wrote ...

hvað var að bílnum sem boddýið kom af ? Flottur bíll hjá þér

Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design